Kólumbíska leikkonan Sofía Vergara er orðin einhleyp á ný eftir árslangt ástarsamband við bæklunarskurðlækninn Justin Saliman.
Kólumbíska leikkonan Sofía Vergara er orðin einhleyp á ný eftir árslangt ástarsamband við bæklunarskurðlækninn Justin Saliman.
Kólumbíska leikkonan Sofía Vergara er orðin einhleyp á ný eftir árslangt ástarsamband við bæklunarskurðlækninn Justin Saliman.
Sögusagnir um ástarsamband Vergara og Saliman fóru á kreik undir lok árs í fyrra, en parið var myndað saman, hönd í hönd, í byrjun nóvember er það yfirgaf veitingastaðinn Pace í Los Angeles.
Vergara, sem er 52 ára gömul og best þekkt fyrir hlutverk sitt í bandarísku gamanþáttaröðinni Modern Family, er sögð vera orðin tilbúin að dýfa tánum í stefnumótalaugina á ný og birti í tilefni þess afar kynþokkafullar myndir af sér á Instagram á fimmtudag.
Myndirnar, sem sýna leikkonuna á sínum yngri árum, vöktu heldur betur athygli karlpeningsins, en hátt í 400.000 manns líkuðu við myndirnar á innan við sólarhring.
Vergara skildi við eiginmann sinn til sjö ára, leikarann Joe Manganiello, í júlí í fyrra.
Ástæða skilnaðarins var sögð ágreiningur um barneignir, en leikarinn, best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Big Dick Richie í Magic Mike-trílógíunni, er fimm árum yngri en Vergara og vill ólmur verða faðir.