Harry og Meghan óvinsæl meðal nágranna

Kóngafólk | 7. desember 2024

Harry og Meghan óvinsæl meðal nágranna

Harry og Meghan eru sögð afar óvinsæl meðal nágranna sinna í Montecito, Kaliforníu. Rætt var við fjölmarga nágranna þeirra í þýskri heimildarmynd sem nefnist Harry - The Lost Prince.

Harry og Meghan óvinsæl meðal nágranna

Kóngafólk | 7. desember 2024

Harry og Meghan blanda ekki geði við granna sína.
Harry og Meghan blanda ekki geði við granna sína. AFP

Harry og Meg­h­an eru sögð afar óvin­sæl meðal ná­granna sinna í Montecito, Kali­forn­íu. Rætt var við fjöl­marga ná­granna þeirra í þýskri heim­ild­ar­mynd sem nefn­ist Harry - The Lost Prince.

Harry og Meg­h­an eru sögð afar óvin­sæl meðal ná­granna sinna í Montecito, Kali­forn­íu. Rætt var við fjöl­marga ná­granna þeirra í þýskri heim­ild­ar­mynd sem nefn­ist Harry - The Lost Prince.

Rich­ard Mine­ards tal­ar til að mynda um dýr­an lífs­stíl hjón­anna og gagn­rýn­ir Meg­h­an fyr­ir að leggja sig ekki fram um að taka þátt í sam­fé­lag­inu þar.

„Hún fer eig­in­lega ekki út úr húsi og bland­ar ekki geði við fólk. Harry hins veg­ar ger­ir það upp að vissu marki, hann er frek­ar hress. En Meg­h­an sést hvergi.“

Heim­ild­ar­mynd­in er eft­ir virt­an þýsk­an leik­stjóra sem nefn­ist Ulrike Gru­newald og hef­ur unnið til margra verðlauna. Í mynd­inni eru hjón­in gagn­rýnd fyr­ir að kvarta und­an kon­ungs­fjöl­skyld­unni og fyr­ir að blanda aðeins geði við efri stétt­ar fólk. Þá eru þau einnig gagn­rýnd fyr­ir ferðalög sín til út­landa, hversu út­pæld ferðalög­in eru og fyr­ir rán­dýr­an fatasmekk.

Þá ætla Harry og Meg­h­an að senda börn­in í mjög dýr­an einka­skóla í Montecito þar sem skóla­gjöld­in nema um sjö millj­ón­ir á ári.

mbl.is