Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands, eigi að sæta ábyrgð. Hann segir pólitískt umrót í landinu „sögulegt tækifæri“ fyrir Sýrlendinga til að endurreisa land sitt.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands, eigi að sæta ábyrgð. Hann segir pólitískt umrót í landinu „sögulegt tækifæri“ fyrir Sýrlendinga til að endurreisa land sitt.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands, eigi að sæta ábyrgð. Hann segir pólitískt umrót í landinu „sögulegt tækifæri“ fyrir Sýrlendinga til að endurreisa land sitt.
Þetta kom fram í ávarpi Bidens í Hvíta húsinu rétt í þessu.
Assad er einn alræmdasti einræðisherra heims en sýrlenskir uppreisnarmenn hafa náð yfirráðum yfir landinu. Assad er núna staddur í Moskvu.
Biden sagði jafnframt að Bandaríkin myndu aðstoða Sýrlendinga við að byggja landið upp á nýtt.
„Við munum taka þátt í því með öllum sýrlenskum hópum, þar með talið í ferlinu sem Sameinuðu þjóðirnar stýra, að koma á umskiptum frá stjórn Assads í átt til sjálfstæðs og fullvalda Sýrlands með nýrri stjórnarskrá.“
Hann varaði þó við ýmsum hópum innan uppreisnarhópsins.
„Sumir uppreisnarhópanna sem steyptu Assad af stóli hafa sínar eigin hryllilegu sögur af hryðjuverkum og mannréttindabrotum,“ sagði Biden.
Hann varaði við því að samtökin Íslamska ríkið, oft kölluð ISIS, myndu nýta sér tómarúmið til þess að endurreisa sig í Sýrlandi.
„Við látum það ekki gerast,“ sagði Biden.