Bestu bækurnar í jólapakkann að mati Kolbrúnar Bergþórsdóttur

Jóla jóla ... | 8. desember 2024

Bestu bækurnar í jólapakkann að mati Kolbrúnar Bergþórsdóttur

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu tók saman lista yfir þær bækur sem henni finnst skara fram úr í jólabókaflóðinu í ár. 

Bestu bækurnar í jólapakkann að mati Kolbrúnar Bergþórsdóttur

Jóla jóla ... | 8. desember 2024

Samsett mynd

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu tók saman lista yfir þær bækur sem henni finnst skara fram úr í jólabókaflóðinu í ár. 

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu tók saman lista yfir þær bækur sem henni finnst skara fram úr í jólabókaflóðinu í ár. 

„Það er góður siður, sem má ekki afleggjast, að gefa bækur í jólagjöf. Íslenskar skáldsögur fá meginþorra athyglinnar í jólabókaflóðinu. Hér er augum beint að öðrum bókum sem eiga ekki síður skilið athygli,“ segir Kolbrún. 

Við skulum sætta okkur við þá staðreynd að ekki una …
Við skulum sætta okkur við þá staðreynd að ekki una allir sér við bóklestur. Það þýðir þó ekki að ómögulegt sé að gefa þeim bók. Gleymum ekki matgæðingunum sem finna lífsfyllingu í að borða eitthvað gott8 Hver fúlsar við brauðtertum? Eiginlega enginn. Stóra brauðtertubókin er sælgæti fyrir matgæðinga. Þar eru uppskriftir fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna og hinar fjölmörgu myndir sem fylgja kveikja samstundis hungurtilfinningu.
Áhugamenn um pólitík fá aldrei nóg af pólitískum ævisögum. Ævisaga …
Áhugamenn um pólitík fá aldrei nóg af pólitískum ævisögum. Ævisaga Geirs H. Haarde er einkar áhugaverð og ætti að henta þessum hópi alveg prýðileg. Pólitíkin er þarna sannarlega en einnig persónulegar sögur sem sagðar eru af einlægni. Það er mikill kostur á frásögninni að Geir er ólíkt sumum stjórnmálamönnum9 hvorki grobbinn né sjálfhverfur.
Óli K. er bók um hinn merka ljósmyndara sem var …
Óli K. er bók um hinn merka ljósmyndara sem var fyrsti fastráðni blaðaljósmyndarinn á Íslandi árið 1947 þegar hann hóf störf á Morgunblaðinu. Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur segir sögu hans í bók sem er vitanlega sneisafull af myndum bæði þekktum og óþekktum. Langflestir hafa ánægju af að skoða ljósmyndir frá liðnum tíma og þarna er nóg af þeim. Hér eru meðal annars síldarstúlkur, sjómenn, forsetar, konungborið fólk börn að leik íþróttamenn og listamenn. Vegleg bók sem mun örugglega slá í gegn á mörgum heimilum.
Ekki gleyma börnunum9 þau verða að fá sína jólabók. Óhætt …
Ekki gleyma börnunum9 þau verða að fá sína jólabók. Óhætt er að mæla með Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum. Þar er á skemmtilegan og fræðandi hátt sagt frá Safni Einars Jónssonar listamanninum og konu hans. Margrét Tryggvadóttir skrifar lipran texta sem ætti að heilla unga lestrarhesta og Linda Ólafsdóttir myndskreytir af miklu hugviti.
Í bókinni Börn í Reykjavík lýsir Guðjón Friðriksson lífi barna …
Í bókinni Börn í Reykjavík lýsir Guðjón Friðriksson lífi barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga. Hátt í sjötta hundrað ljósmyndir prýða bókina. Þessi veglega bók er einstök heimild um liðinn tíma og mun vekja áhuga margra og augað sogast að öllum þeim skemmtilegu myndum sem þarna eru.
Þórarinn Eldjárn hefur lengi glatt okkur öll með kveðskap sínum. …
Þórarinn Eldjárn hefur lengi glatt okkur öll með kveðskap sínum. Bókin 100 kvæði geymir úrval kvæða hans. Þarna ríkir hugmyndaauðgi, kátína og glens en á köflum einnig alvara og tregi. Verulega eiguleg bók sem allir sannir ljóðaunnendur taka fagnandi.
Harry PotterMbækurnar vinsælu eftir J. K Rowling hafa á undanförnum …
Harry PotterMbækurnar vinsælu eftir J. K Rowling hafa á undanförnum árum komið út í veglegri hátíðarútgáfu. Þetta árið kemur Harry Potter og Fönixreglan. Þetta er einstaklega falleg og heillandi bók með frábærum myndskreytingum Jim Kay. Árin sýna að vinsældir þessa bókaflokks eru verðskuldaðar, en börn um allan heim hafa gleypt þær í sig. Þessi veglega útgáfa mun gleðja Harry Potter-aðdáendur eru á öllum aldri. Harry Potter lifir enn góðu lífi eins og hann á svo sannarlega skilið enda er hann alveg einstakur.
Tókýó-Montana hraðlestin er safn 130 örsagna eftir Richard Brautigan. Þetta …
Tókýó-Montana hraðlestin er safn 130 örsagna eftir Richard Brautigan. Þetta er bók fyrir sanna bókmenntaunnendur en betra er að þeir búi yfir slatta af húmor og ímyndunarafli því þannig manneskjur njóta verka þessa skemmtilega höfundar hvað mest. Þetta er líka upplögð jólagjöf til bókelskra og kannski uppreisnargjarnra unglinga sem munu heillast af Brautigan. Gyrðir Elíasson segir þetta bestu bók höfundarins og við efumst ekki um bókmenntasmekk hans.
Winston Churchill á sér enn einlæga aðdáendur hér á landi …
Winston Churchill á sér enn einlæga aðdáendur hér á landi sem munu ólmir vilja lesa bókina Churchill -stjórnvitringurinn framsýni. Höfundurinn er James C. Humes sem var ræðuskrifari nokkurra Bandaríkjaforseta. Hann segir sögu Churchills með hliðsjón af spádómsgáfu og framsýni þessa merka forsætisráðherra. Verulega vel skrifuð og áhugaverð bók.
Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um …
Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um Gerði Kristnýju sem ljóðskáld. Á þeim velli er hún einfaldlega frábær. Nýjasta ljóðabók hennar er Jarðljós og á heima i jólapakka allra ljóðaunnenda. Yrkisefnin eru margskonar: Konur, börn, stríð og Reykjavík. Hún veitir okkur einnig sýn í hugarheim morðingja. Einstök ljóðabók.
mbl.is