Þegar jólaundirbúningurinn og brjálæðið er að ná hámarki láta eflaust margir sig dreyma um gott frí í sól og hita, jafnvel í janúar þegar allt fjörið er búið og myrkrið virðist engan endi ætla að taka.
Þegar jólaundirbúningurinn og brjálæðið er að ná hámarki láta eflaust margir sig dreyma um gott frí í sól og hita, jafnvel í janúar þegar allt fjörið er búið og myrkrið virðist engan endi ætla að taka.
Þegar jólaundirbúningurinn og brjálæðið er að ná hámarki láta eflaust margir sig dreyma um gott frí í sól og hita, jafnvel í janúar þegar allt fjörið er búið og myrkrið virðist engan endi ætla að taka.
Svo eru kannski einhverjir sem láta vaða og drífa sig í sólina eftir áramótin og þá eru hér fimm áfangastaðir – ekki Spánn – sem Travel and Leisure mælir með.
Los Cabos er á suðurodda Baja Kaliforníu sem tilheyrir Mexíkó. Í lok desember ár hvert flykkjast þangað gráhvalir, hnúfubakar og hvalháfar til að fjölga sér í hlýjum sjónum. Í Los Cabos er hægt að fara í hvalaskoðunarferðir í janúar.
Auk þess státar staðurinn sig af hvítum sandströndum, golfvöllum, næturklúbbum, verslunum og fjölda veitingastaða. Eitthvað til að halda ferðalöngum uppteknum dag og nótt.
Dóminíska lýðveldið er á eyjunni Hispaniola sem er umkringd bæði Karíbahafinu og Atlantshafinu. Eyjan býr yfir miklum náttúrutöfrum, fjölbreyttu landslagi, plöntu- og dýralífi. Þar eru alls 29 þjóðgarðar, allt frá skýjaskóginum í Sierra de Bahoruco-þjóðgarðinum til galdrahellanna í Cotubanamá-þjóðgarðinum.
Við eyjuna er einnig að finna Montecristi-neðansjávarþjóðgarðinn þar sem hægt er að kafa og skoða kóralrifin.
Í janúar er loftslagið á eyjunni hlýtt og þurrt og því fullkomið fyrir þá sem vilja slappa af á ströndinni með suðrænan drykk við hönd.
Indland er fjölmennasta land heimsins þótt Ísland sé auðvitað „stórasta“ land í heimi. Makar Sankrati er vinsæl hátíð meðal hindúa og fer fram í kringum 14. janúar ár hvert. Hátíðin táknar lok vetrar og upphaf lengri daga. Þá hópast heimamenn upp á húsþök og taka þátt í svokölluðum flugeldabardaga.
Janúar 2025 er einnig sagður fullkominn tími til að upplifa stærstu trúarsamkomu í heimi, Maha Kumbh Mela, sem haldin er á tólf ára fresti í borginni Prayagraj.
Janúar er frábær tími til að heimsækja Dúbaí. Veðrið er notalegt, minni raki er í loftinu og dagarnir líða í birtu hins endalausa vetrarsólskins. Flestir viðburðir í Dúbaí eiga sér stað yfir „kaldari“ mánuðina, þ.á.m vetrarhátíðin í Dúbaí. Stemningin á veröndum kaffihúsa og bara verður skemmtilegri með mildara veðri og minni mannfjölda.
Strendur eru ögn kaldari á morgnana og kvöldin en yfir daginn er þar full starfsemi og ýmislegt í boði.
Patagónía, heimkynni skóga, jökla, fjalla og eyðimerkur, er staðsett á suðurodda Suður-Ameríku og nær yfir hluta Síle og Argentínu. Í janúar er ferðaþjónusta á svæðinu í fullum gangi, þrátt fyrir að vera ekki háannatími ferðamennskunnar. Sólríkir dagarnir eru langir og hentar áfangastaðurinn þeim sem vilja vera á ferðinni.
Vinsælt er að skoða Torres del Paine-þjóðgarðinn í Síle og Los Glaciares-þjóðgarðinn í Argentínu. Aðrar afþreyingar gætu verið eitthvað á borð við hvalaskoðun eða heimsókn á nautgripabúgarð fyrir aukna menningarupplifun.