Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hafi flúið land sitt eftir að hafa misst stuðning Rússa.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hafi flúið land sitt eftir að hafa misst stuðning Rússa.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segir að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hafi flúið land sitt eftir að hafa misst stuðning Rússa.
„Assad er farinn. Verndari hans, Rússland, Rússland, Rússland, undir forystu Vladimírs Pútíns. Þeir misstu áhugann vegna Úkraínu,“ skrifar Trump á samfélagsmiðil sinn, Truth Social.
„Rússar misstu allan áhuga á Sýrlandi vegna stríðsins í Úkraínu, þar sem hátt í 600.000 rússneskir hermenn hafa látist eða særst í stríði sem hefði aldrei átt að hefjast og getur haldið áfram að eilífu,“ skrifar Trump.
Fregnir herma að Assad hafi yfirgefið Sýrland í flugvél í nótt eftir að uppreisnarmenn náðu völdum í höfuðborginni Damaskus.
BBC greinir frá að diplómatískur ráðgjafi forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna segi að hann sé ekki viss um hvort Assad sé í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Anwar Gargash ræddi við fréttamenn á Manama Dialogue í Barein og neitaði að tjá sig um vangaveltur um að Assad gæti leitað skjóls í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.