Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta samtökunum

Drykkir | 9. desember 2024

Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta samtökunum

Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta Samtökunum verður haldin miðvikudaginn 11. desember næstkomandi á Gauknum frá klukkan 17:00 til 20:00 með pomp og prakt. Gaukurinn er staðsettur við Tryggvagötu 22, í hjarta miðborgarinnar.

Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta samtökunum

Drykkir | 9. desember 2024

Mikil gleði ríkti meðal gesta sem sóttu viðburðinn í fyrra. …
Mikil gleði ríkti meðal gesta sem sóttu viðburðinn í fyrra. Hér er til að mynda Róbert Aron Vídó Proppé frá Drykk að gleðja gesti með jólabollu í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta Samtökunum verður haldin miðvikudaginn 11. desember næstkomandi á Gauknum frá klukkan 17:00 til 20:00 með pomp og prakt. Gaukurinn er staðsettur við Tryggvagötu 22, í hjarta miðborgarinnar.

Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands til styrktar Píeta Samtökunum verður haldin miðvikudaginn 11. desember næstkomandi á Gauknum frá klukkan 17:00 til 20:00 með pomp og prakt. Gaukurinn er staðsettur við Tryggvagötu 22, í hjarta miðborgarinnar.

„Yfir 10 barir og veitingahús munu vera með jólabollu þar sem þeir munu gera allt sem í valdi sínu stendur til þess að gestir smakki jóladrykkinn þeirra. Hægt er að styrkja Píeta samtökin með því að kaupa miða í dyrunum sem dugar fyrir drykk,“ segir Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands.

Reykjavík Cocktails strákarnir sigruðu keppnina í fyrra og fögnuðu ákaft.
Reykjavík Cocktails strákarnir sigruðu keppnina í fyrra og fögnuðu ákaft. Ljósmynd/Aðsend

Allir hvattir til að mæta í jólapeysu

Gestir eru einnig hvattir til að koma í flottustu/ljótustu jólapeysunni sem þeir eiga. Þeir sem slá í gegn geta átt von á skemmtilegum glaðningi.

Allur ágóði kvöldsins rennur til styrktar Píeta samtökunum. Píeta eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Píeta býður upp á úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. Málefnið snertir flestar stórfjölskyldur hérlendis.

Jónína Unnur Gunnarsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd tók við styrknum sem safnaðist …
Jónína Unnur Gunnarsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd tók við styrknum sem safnaðist fyrir nefndina í fyrra en strákarnir frá Reykjavík Cocktails Strákar og Teitur R. Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands sáum um að afhenta glaðninginn. Ljósmynd/Aðsend

Miðaverð er eftirfarandi:

1 miði = 1.000,-

5 miðar = 4.000,-

10 miðar = 7.000,-

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér.

 

mbl.is