Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms og hafnað beiðni um skipun réttargæslumanns fyrir einn þeirra sem voru í bifreið með Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt, rétt áður en hún var myrt.
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms og hafnað beiðni um skipun réttargæslumanns fyrir einn þeirra sem voru í bifreið með Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt, rétt áður en hún var myrt.
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms og hafnað beiðni um skipun réttargæslumanns fyrir einn þeirra sem voru í bifreið með Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt, rétt áður en hún var myrt.
Fimm ungmenni voru í bifreiðinni þegar sextán ára piltur, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp, braut hliðarrúðu bifreiðarinnar og veittist að þremur þeirra með hnífi. Bryndís var ein þeirra sem hann veittist að, en í samræmi við lög eru hin tvö ungmennin með réttargæslumann og settu fram einkaréttarkröfu í málinu vegna þess miska eða skaða sem þau urðu fyrir.
Fjórða ungmennið, ungur maður sem var kærasti Bryndísar, óskaði eftir því að fá skipaðan réttargæslumann og að setja fram einkaréttarkröfu í málinu. Vísað var til þess að þó hann hefði ekki orðið fyrir hnífaárásinni hefði hann upplifað mikið áfall vegna málsins og verið í meðferð hjá sálfræðingi síðan. Þá er bróðir hans einnig einn brotaþola í málinu.
Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að verknaðarlýsing í málinu beri ekki með sér að hann sé brotaþoli í málinu, þótt hann hafi tengst atburðarásinni. Taldi dómur að árásin hefði verið til þess fallin að valda honum andlegum miska, en að hann teldist ekki brotaþoli í skilningi laga og því væri einkaréttarkrafa hans ekki höfð uppi í málinu og þar af leiðandi hafnað kröfu hans um að skipaður yrði réttargæslumaður.
Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að ekki væri talið að árásin hefði beinst að manninum og því ætti hann ekki rétt á réttargæslumanni. Hins vegar ætti hann rétt á að hafa uppi einkaréttarkröfu í málinu og að ekki væru annmarkar á kröfunni. Var héraðsdómi því gert að taka kröfuna til efnismeðferðar.