Greiningardeild Landsbankans spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%.
Greiningardeild Landsbankans spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%.
Greiningardeild Landsbankans spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%.
Bankinn segir að flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafi mest áhrif til hækkunar í mánuðinum.
„Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári,“ segir í nýrri Hagsjá bankans.
„Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% í desember, lækki um 0,22% í janúar, hækki um 0,80% í febrúar og um 0,57% í mars. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,7% í desember, 4,6% í janúar, 4,1% í febrúar og 3,9% í mars,“ segir í Hagsjánni.
„Lækkun ársverðbólgu í febrúar skýrist að miklu leyti af hækkunum á sorphirðugjöldum í febrúar í ár sem detta út úr ársverðbólgunni og af því að í ár gengu janúarútsölurnar hraðar til baka en venjulega, þ.e. hækkunin í febrúar var meiri en venjulega en hækkunin í mars var minni en venjulega. Í mars koma grunnáhrif frá reiknaðri húsaleigu síðan til lækkunar á ársverðbólgu, en óvenju mikil hækkun í mars í ár dettur þá út.“