Viðræður um valdaskipti hafnar

Sýrland | 9. desember 2024

Viðræður um valdaskipti hafnar

Viðræður um valdaskipti eru hafnar í Sýrlandi en leiðtogi uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham (HTS) gekk á fund forsætisráðherra landsins í dag.

Viðræður um valdaskipti hafnar

Sýrland | 9. desember 2024

00:00
00:00

Viðræður um valda­skipti eru hafn­ar í Sýr­landi en leiðtogi upp­reisn­ar­hóps­ins Hayat Tahrir al-Sham (HTS) gekk á fund for­sæt­is­ráðherra lands­ins í dag.

Viðræður um valda­skipti eru hafn­ar í Sýr­landi en leiðtogi upp­reisn­ar­hóps­ins Hayat Tahrir al-Sham (HTS) gekk á fund for­sæt­is­ráðherra lands­ins í dag.

Leiðtog­inn, sem áður kallaði sig Abu Mohammed al-Jol­ani en hef­ur nú tekið upp sitt upp­haf­lega nafn, Ah­med al-Sharaa, hitti for­sæt­is­ráðherra Sýr­lands, Mohammed al-Jalali, í dag þar sem þeir ræddu valda­skipti sem myndu tryggja fyrst og fremst þjón­ustu til íbúa Sýr­lands.

Upp­reisn­ar­hóp­ur­inn greindi frá þessu á Tel­egram í dag.

Leiðtogi uppreisnarflokksins HTS, Ahmed al-Sharaa sem áður kallaði sig Abu …
Leiðtogi upp­reisn­ar­flokks­ins HTS, Ah­med al-Sharaa sem áður kallaði sig Abu Mohammed al-Jol­ani. AFP

Þúsund­ir leita að ætt­ingj­um sín­um

Þúsund­ir lögðu leið sína að Saydnaya-fang­els­inu, rétt fyr­ir utan Dam­askus, í dag til að leita að ætt­ingj­um sín­um og vin­um.

Björg­un­ar­sveit­in Hvít­ir hjálm­ar hafa lagt kapp á að frelsa fanga og hafa brotið niður veggi fang­els­is­ins. Í hinu al­ræmda fang­elsi, sem mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal hafa kallað slát­ur­hús, hafa þúsund­ir manna verið fang­elsaðar og pyntaðar.

Í stjórn­artíð Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seta og föður hans Hafez al-Assad komu þeir feðgar mörg­um óvin­um sín­um bak við lás og slá í fang­els­um á borð við Saydnaya.

Lagt á ráðin yfir teikningum af Saydnaya-fangelsinu.
Lagt á ráðin yfir teikn­ing­um af Saydnaya-fang­els­inu. AFP/​Abdulaziz Ketaz

Vígg­irt völ­und­ar­hús

Það er þó ekki ein­föld vinna að frelsa alla fanga í fang­els­inu. Vegg­ir fang­els­is­ins eru háir, og kjall­ar­ar þess djúp­ir. Er kjall­ar­inn sagður á mörg­um hæðum og völ­und­ar­hús leyn­ast þar.

Fjöldi fólks fyrir utan fangelsið í dag.
Fjöldi fólks fyr­ir utan fang­elsið í dag. AFP/​Omar Haj Kadour

Björg­un­ar­sveit­ar­menn frá sýr­lensku sveit­inni Hvít­ir hjálm­ar leituðu að leynd­um hurðum og kjöll­ur­um í Saydnaya og sögðu í yf­ir­lýs­ingu að þeir væru að reyna sitt besta en að ætt­ingj­ar þyrftu að vera viðbún­ir hinu versta og sýna þol­in­mæði.

Amnest International hafa kallað Saydnaya-fangelsið sláturhús.
Am­nest In­ternati­onal hafa kallað Saydnaya-fang­elsið slát­ur­hús. AFP/​Omar Haj Kadour
mbl.is