Engin ákvörðun tekin en er til skoðunar

Flóttafólk á Íslandi | 10. desember 2024

Engin ákvörðun tekin en er til skoðunar

Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi hvort umsóknir frá sýrlensku flóttafólki verði settar í bið meðan ástandið í Sýrlandi er að skýrast, en í gær var greint frá því að þó nokkur Evrópulönd hefðu ákveðið að fresta eða stöðva umsóknir frá Sýrlendingum. Málið er hins vegar til skoðunar hjá Útlendingastofnun.

Engin ákvörðun tekin en er til skoðunar

Flóttafólk á Íslandi | 10. desember 2024

Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi hvort fylgja …
Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi hvort fylgja eigi í fótsport nokkurra Evrópuríkja, en það er til skoðunar hjá Útlendingastofnun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi hvort umsóknir frá sýrlensku flóttafólki verði settar í bið meðan ástandið í Sýrlandi er að skýrast, en í gær var greint frá því að þó nokkur Evrópulönd hefðu ákveðið að fresta eða stöðva umsóknir frá Sýrlendingum. Málið er hins vegar til skoðunar hjá Útlendingastofnun.

Engin ákvörðun hefur verið tekin hér á landi hvort umsóknir frá sýrlensku flóttafólki verði settar í bið meðan ástandið í Sýrlandi er að skýrast, en í gær var greint frá því að þó nokkur Evrópulönd hefðu ákveðið að fresta eða stöðva umsóknir frá Sýrlendingum. Málið er hins vegar til skoðunar hjá Útlendingastofnun.

Þetta staðfestir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, í samtali við mbl.is.

Fljótlega eftir að ljóst varð að stjórn Bashar al-Assads væri fallin tilkynnti Þýskaland að ákveðið hefði verið að fresta ákvörðunum þegar kæmi að umsóknum flóttafólks frá Sýrlandi. Í Austurríki tilkynnti kansl­ar­inn Karl Nehammer að ákveðið hefði verið að stöðva all­ar sýr­lensk­ar um­sókn­ir um hæli í land­inu. Þess í stað hefði hann skipað inn­an­rík­is­ráðuneyti lands­ins að und­ir­búa brott­vís­un­ar­ferli fyr­ir Sýr­lend­inga.

Síðan þá hafa fleiri Evrópuríki tilkynnt að þau hafi frestað öllum ákvörðunum sem snerta flóttafólk frá Sýrlandi. Þar á meðal eru Bretland, Svíþjóð, Grikkland, Finnland, Noregur, Ítalía, Holland og Belgía, auk þess sem Frakkland hefur sagt að slíkt sé til skoðunar þar í landi.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt Evrópuríki til að hinkra og sjá hver þróunin verður í Sýrlandi.

Þórunn segir að á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hafi 30 umsóknir borist sem hafi verið teknar til efnislegrar meðferðar frá Sýrlendingum, en samkvæmt tölfræði stofnunarinnar eru Sýrlendingar ekki á meðal efstu fimm þjóðerna þeirra sem hafa sótt um til stofnunarinnar. Á sama tímabili hafa 16 Sýrlendingar fengið jákvæða niðurstöðu.

Ef ákvörðun um frestun á afgreiðslu erinda er tekin er það Útlendingastofnun sem tekur þá ákvörðun að sögn Þórhildar.

mbl.is