Heiða og Eggert Pétursson létu sjá sig í Ásmundarsal

Hverjir voru hvar | 10. desember 2024

Heiða og Eggert Pétursson létu sjá sig í Ásmundarsal

Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði með hátíðarbrag fyrstu aðventuhelgina í desember. Þetta er í sjöunda sinn sem jólasýningin er haldin og er orðin stór hluti af miðbæjarrölti margra hér á landi.

Heiða og Eggert Pétursson létu sjá sig í Ásmundarsal

Hverjir voru hvar | 10. desember 2024

Aðalheiður Magnúsdóttir og Eggert Pétursson.
Aðalheiður Magnúsdóttir og Eggert Pétursson. Ljósmynd/Aðsend

Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði með hátíðarbrag fyrstu aðventuhelgina í desember. Þetta er í sjöunda sinn sem jólasýningin er haldin og er orðin stór hluti af miðbæjarrölti margra hér á landi.

Jólasýningin í Ásmundarsal opnaði með hátíðarbrag fyrstu aðventuhelgina í desember. Þetta er í sjöunda sinn sem jólasýningin er haldin og er orðin stór hluti af miðbæjarrölti margra hér á landi.

Á sýningunni í ár má finna verk eftir fjörutíu listamenn, allt frá einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref eftir nám og yfir í listamenn sem eru hoknir af reynslu. Þar ber helst að nefna Hildi Hákonardóttur og Magnús Pálsson sem hafa leitt brautina fyrir marga sem komu á eftir.

„Fyrstu jólasýningarnar eru okkur sér í lagi minnisstæðar því þær voru svo sannarlega fjörugar. Fólk kepptist við að kaupa listaverk af veggjunum sem voru tekin niður um leið og ný verk voru hengd upp jafnóðum í þeirra stað. Þá tóku hátt í 200 listamenn þátt ár hvert, svo veggirnir voru þaktir verkum frá gólflistunum og alla leið upp í rjáfur. 2022 ákváðum við að fækka sýnendum til þess að geta beint sjónum okkar að listamönnunum sjálfum, fólkinu á bak við verkin, með útgáfu ritraðarinnar,“ segir Aðalheiður Magnúsdóttir, eigandi Ásmundarsalar.

Samhliða sýningunni síðustu þrjú ár hefur verið gefin út vegleg bók með viðtölum og innlitum á vinnustofum listamannanna sem taka þátt.

„Á bak við hvert verk er saga, saga sem oftar en ekki hefst á vinnustofunni. Þess vegna fannst okkur mikilvægt að byrja þar. Það er von okkar að útgáfan veiti lesendum skýra innsýn inn í hugarheim myndlistarmanna og standi sem heimild til framtíðar, sem vitnisburður um tíðaranda líðandi stundar, sér í lagi því öll verkin á Jólasýningunni þetta árið voru unnin um haustið 2024.“

Ólafur Ásgeirsson ásamt barni.
Ólafur Ásgeirsson ásamt barni. Ljósmynd/Aðsend
Haraldur Ari Stefánsson er hér með dóttur sína í fanginu.
Haraldur Ari Stefánsson er hér með dóttur sína í fanginu. Ljósmynd/Aðsend
Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, og Magnús Jóhann Ragnarsson.
Guðrún Ýr Eyfjörð, eða GDRN, og Magnús Jóhann Ragnarsson. Ljósmynd/Aðsend
Hildur Hákonardóttir og Magnús Pálsson.
Hildur Hákonardóttir og Magnús Pálsson. Ljósmynd/Aðsend
Kristín Karólína og Sirra.
Kristín Karólína og Sirra. Ljósmynd/Aðsend
Á sýningunni má finna verk eftir fjörutíu listamenn.
Á sýningunni má finna verk eftir fjörutíu listamenn. Ljósmynd/Aðsend
Þetta var í sjöunda skiptið sem jólasýningin er haldin í …
Þetta var í sjöunda skiptið sem jólasýningin er haldin í Ásmundarsal. Ljósmynd/Aðsend
Vegleg bók var gefin út samliða sýningunni.
Vegleg bók var gefin út samliða sýningunni. Ljósmynd/Aðsend
Það var fullt út úr dyrum á opnuninni.
Það var fullt út úr dyrum á opnuninni. Ljósmynd/Aðsend
Jólasýningin er orðin að hefð í miðbæjarrölti Íslendinga fyrir hátíðarnar.
Jólasýningin er orðin að hefð í miðbæjarrölti Íslendinga fyrir hátíðarnar. Ljósmynd/Aðsend
Vikram Pradhan.
Vikram Pradhan. Ljósmynd/Aðsend
Mannmergð í opnuninni.
Mannmergð í opnuninni. Ljósmynd/Aðsend
Jóhanna Rakel.
Jóhanna Rakel. Ljósmynd/Aðsend
Helga Jóakimsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir og Björk Hrafnsdóttir.
Helga Jóakimsdóttir, Katrín Eyjólfsdóttir og Björk Hrafnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is