BBC Travel lætur vel af Grímsey

Á ferðalagi | 11. desember 2024

BBC Travel lætur vel af Grímsey

Þessi vindblásna flís, um fjörutíu kílómetra undan norðurströnd Íslands, er heimkynni einnar afskekktustu byggðar Evrópu og blómlegs sjófuglastofns.

BBC Travel lætur vel af Grímsey

Á ferðalagi | 11. desember 2024

Grímsey er eini staðurinn á Íslandi sem hægt er að …
Grímsey er eini staðurinn á Íslandi sem hægt er að stíga yfir heimskautsbauginn. Skjáskot/Instagram

Þessi vind­blásna flís, um fjöru­tíu kíló­metra und­an norður­strönd Íslands, er heim­kynni einn­ar af­skekkt­ustu byggðar Evr­ópu og blóm­legs sjó­fugla­stofns.

Þessi vind­blásna flís, um fjöru­tíu kíló­metra und­an norður­strönd Íslands, er heim­kynni einn­ar af­skekkt­ustu byggðar Evr­ópu og blóm­legs sjó­fugla­stofns.

Svona hefst um­fjöll­un BBC Tra­vel um Gríms­ey. 

Blaðamaður BBC sem heim­sótti eyj­una í ág­úst, ásamt mann­in­um sín­um, seg­ir upp­lif­un­ina góða fyr­ir utan vind­hviðurn­ar sem blésu í gegn­um öll lög og hefðu vel getað sópað þeim hjón­um burt af eyj­unni. 

Gríms­ey er, eins og kunn­ugt er, nyrst byggði hluti Íslands og eini hluti lands­ins sem er inn­an heim­skauts­baugs.

Í um­fjöll­un BBC er talað við Höllu Ing­ólfs­dótt­ur, eig­anda Arctic Trip ferðaskrif­stofu sem sér­hæf­ir sig í leiðsögn og gist­ingu í Gríms­ey. Ekki alls fyr­ir löngu var tekið viðtal hér á mbl.is við dótt­ur Höllu, Unni Birtu Sæv­ars­dótt­ur.

Eyj­an staðsett inn­an heim­skauts­baugs

Halla seg­ir marga hafa talið hana flytja til Gríms­eyj­ar til að elta ást­ina, en að það hafi verið ást henn­ar á eyj­unni sjálfri sem dró hana þangað.

Hún held­ur áfram að segja frá eyj­unni og að þar sé ekk­ert sjúkra­hús, eng­inn lækn­ir né lög­reglu­stöð en að Land­helg­is­gæsl­an og neyðarþjón­ust­an hafi þjálfað eyja­skeggja til að grípa til viðeig­andi aðgerða ef neyðarástand skap­ast. 

Byggð í Gríms­ey má rekja aft­ur til 1024 en snemma á 18. öld hrundi nán­ast sam­fé­lagið vegna lungna­bólgu og sjó­slysa. Sam­fé­lagið hafi þó haldið dampi þökk sé m.a. stöðugum straumi sjó­manna af meg­in­land­inu. 

Á eyjunni er stórbrotin náttúra og mikið fuglalíf.
Á eyj­unni er stór­brot­in nátt­úra og mikið fugla­líf. Skjá­skot/​In­sta­gram

Árið 2009 varð Gríms­ey hluti af sveit­ar­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar og í dag er eyj­an í eigu íbúa, Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og ís­lenska rík­is­ins, en stöðugt er unnið að varðveislu arf­leifðar og nátt­úru eyj­ar­inn­ar, seg­ir María H. Tryggva­dótt­ir, verk­efna­stjóri ferðaþjón­ustu í Gríms­ey.

Talað er um húsa­kynni í eyj­unni og þá þjón­ustu sem hægt er að fá; versl­un, galle­rí, bóka­safn og sund­laug. Vak­in er at­hygli á mánaðarlöngu myrkr­inu um miðjan vet­ur, norður­ljós­un­um og fugla­líf­inu í eyj­unni.

Staðsetn­ing Gríms­eyj­ar er einnig dreg­in fram í sviðsljósið í grein­inni þar sem eyj­an er staðsett á breidd­ar­gráðu 66°N og eini staður­inn á Íslandi þar sem hægt er að stíga yfir heim­skauts­baug­inn.

BBC Tra­vel

mbl.is