Þessi vindblásna flís, um fjörutíu kílómetra undan norðurströnd Íslands, er heimkynni einnar afskekktustu byggðar Evrópu og blómlegs sjófuglastofns.
Þessi vindblásna flís, um fjörutíu kílómetra undan norðurströnd Íslands, er heimkynni einnar afskekktustu byggðar Evrópu og blómlegs sjófuglastofns.
Þessi vindblásna flís, um fjörutíu kílómetra undan norðurströnd Íslands, er heimkynni einnar afskekktustu byggðar Evrópu og blómlegs sjófuglastofns.
Svona hefst umfjöllun BBC Travel um Grímsey.
Blaðamaður BBC sem heimsótti eyjuna í ágúst, ásamt manninum sínum, segir upplifunina góða fyrir utan vindhviðurnar sem blésu í gegnum öll lög og hefðu vel getað sópað þeim hjónum burt af eyjunni.
Grímsey er, eins og kunnugt er, nyrst byggði hluti Íslands og eini hluti landsins sem er innan heimskautsbaugs.
Í umfjöllun BBC er talað við Höllu Ingólfsdóttur, eiganda Arctic Trip ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í leiðsögn og gistingu í Grímsey. Ekki alls fyrir löngu var tekið viðtal hér á mbl.is við dóttur Höllu, Unni Birtu Sævarsdóttur.
Halla segir marga hafa talið hana flytja til Grímseyjar til að elta ástina, en að það hafi verið ást hennar á eyjunni sjálfri sem dró hana þangað.
Hún heldur áfram að segja frá eyjunni og að þar sé ekkert sjúkrahús, enginn læknir né lögreglustöð en að Landhelgisgæslan og neyðarþjónustan hafi þjálfað eyjaskeggja til að grípa til viðeigandi aðgerða ef neyðarástand skapast.
Byggð í Grímsey má rekja aftur til 1024 en snemma á 18. öld hrundi nánast samfélagið vegna lungnabólgu og sjóslysa. Samfélagið hafi þó haldið dampi þökk sé m.a. stöðugum straumi sjómanna af meginlandinu.
Árið 2009 varð Grímsey hluti af sveitarfélagi Akureyrar og í dag er eyjan í eigu íbúa, Akureyrarbæjar og íslenska ríkisins, en stöðugt er unnið að varðveislu arfleifðar og náttúru eyjarinnar, segir María H. Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustu í Grímsey.
Talað er um húsakynni í eyjunni og þá þjónustu sem hægt er að fá; verslun, gallerí, bókasafn og sundlaug. Vakin er athygli á mánaðarlöngu myrkrinu um miðjan vetur, norðurljósunum og fuglalífinu í eyjunni.
Staðsetning Grímseyjar er einnig dregin fram í sviðsljósið í greininni þar sem eyjan er staðsett á breiddargráðu 66°N og eini staðurinn á Íslandi þar sem hægt er að stíga yfir heimskautsbauginn.