Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir og sambýlismaður hennar, Vilhjálmur Sigurgeirsson verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, gáfu syni sínum nafn nú á dögunum.
Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir og sambýlismaður hennar, Vilhjálmur Sigurgeirsson verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, gáfu syni sínum nafn nú á dögunum.
Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir og sambýlismaður hennar, Vilhjálmur Sigurgeirsson verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, gáfu syni sínum nafn nú á dögunum.
Drengurinn kom í heiminn þann 2. október síðastliðinn og er annað barn parsins. Hann hlaut nafnið Vilhjálmur Bessi.
Vilhjálmur greindi frá fæðingu drengsins á Facebook-síðu sinni í október.
„Fyrir viku síðan kom þessi fallegi drengur til okkar. Eftir erfiðan bráðakeisaraskurð og enn erfiðari klukkutíma þar sem við feðgar vorum aðskildir Eddu hefur þessi vika verið draumur. Frábært teymi kom henni saman aftur og öll erum við hress í dag. Stóri bróðir er fæddur í hlutverkið og kallar bróður sinn „Litló“,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.