Landsliðskonur keyptu 183 milljóna raðhús í Fossvogi

Heimili | 11. desember 2024

Landsliðskonur keyptu 183 milljóna raðhús í Fossvogi

Mist Edvardsdóttir og Dóra María Lárusdóttir, fyrrverandi landsliðskonur í fótbolta, hafa fest kaup á raðhúsi í Fossvogi saman. Um er að ræða 168 fm raðhús sem reist var 1968. Húsið hefur verið endurnýjað töluvert og hefur verið nostrað við hvert smáatriði. 

Landsliðskonur keyptu 183 milljóna raðhús í Fossvogi

Heimili | 11. desember 2024

Húsið stendur við Goðaland 8 í Fossvogi.
Húsið stendur við Goðaland 8 í Fossvogi. Samsett mynd

Mist Edvardsdóttir og Dóra María Lárusdóttir, fyrrverandi landsliðskonur í fótbolta, hafa fest kaup á raðhúsi í Fossvogi saman. Um er að ræða 168 fm raðhús sem reist var 1968. Húsið hefur verið endurnýjað töluvert og hefur verið nostrað við hvert smáatriði. 

Mist Edvardsdóttir og Dóra María Lárusdóttir, fyrrverandi landsliðskonur í fótbolta, hafa fest kaup á raðhúsi í Fossvogi saman. Um er að ræða 168 fm raðhús sem reist var 1968. Húsið hefur verið endurnýjað töluvert og hefur verið nostrað við hvert smáatriði. 

Í eld­hús­inu eru dökk­ar inn­rétt­ing­ar úr bæsaðri eik með dökk­um granít­steini. Eld­húsið er opið inn í stofu og borðstofu og er fal­legt fiski­beinap­ar­ket á gólf­inu. Vegg­ir í al­rým­inu eru hvít­málaðir og því má segja að heim­ilið sé bjart og stíl­hreint.

Hér má sjá Mist Edvarsdóttur á vellinum ásmat Vigdísi Lilju …
Hér má sjá Mist Edvarsdóttur á vellinum ásmat Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur árið 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon
Dóra María Lárusdóttir er ein reyndasta knattspyrnukona landsins. Þessi ljósmynd …
Dóra María Lárusdóttir er ein reyndasta knattspyrnukona landsins. Þessi ljósmynd var tekin 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Garðskáli og flottur pallur

Úr stof­unni er gengið niður nokkr­ar tröpp­ur og inn í garðskála með þaki en úr hon­um er hægt að labba beint út í garð sem stát­ar af feikn­ar­stór­um palli með heit­um potti.

Húsið keyptu þau af Stefáni Erni Arnarssyni og Kristrúnu Helgu Hafþórsdóttur og greiddu fyrir það 183.500.000 kr. 

Smartland óskar þeim til hamingju með raðhúsið! 

mbl.is