Ráðherra myrtur í sjálfsvígssprengjuárás

Talíbanar í Afganistan | 11. desember 2024

Ráðherra myrtur í sjálfsvígssprengjuárás

Flóttamannaráðherra Afganistans, Khalil Ur-Rahman Haqqani, féll í dag í sjálfsvígssprengjuárás á skrifstofu ráðuneytisins í höfuðborginni Kabúl.

Ráðherra myrtur í sjálfsvígssprengjuárás

Talíbanar í Afganistan | 11. desember 2024

Khalil Ur-Rahman Haqqani, flóttamannaráðherra Afganistan, var drepinn í dag.
Khalil Ur-Rahman Haqqani, flóttamannaráðherra Afganistan, var drepinn í dag. AFP

Flóttamannaráðherra Afganistans, Khalil Ur-Rahman Haqqani, féll í dag í sjálfsvígssprengjuárás á skrifstofu ráðuneytisins í höfuðborginni Kabúl.

Flóttamannaráðherra Afganistans, Khalil Ur-Rahman Haqqani, féll í dag í sjálfsvígssprengjuárás á skrifstofu ráðuneytisins í höfuðborginni Kabúl.

Íslamska ríkinu hefur verið kennt um árásina en hefur það þó ekki sjálft viðurkennt að hafa staðið að baki henni.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar, Zabihullah Mujahid, harmaði árásina í dag og kallaði hana huglausa. Hann heiðraði jafnframt Haqqani.

Fyrsta árásin síðan Talíbanar komust til valda

Sprengingin var fyrsta árás á ráðherra í Afganistan síðan Talíbanir komust aftur til valda í landinu 2021.

Haqqani var bróðir Jalaluddin Haqqani sem stóð að baki Haqqani-samtakanna en samtökin báru ábyrgð á einhverjum ofbeldisfyllstu árásum sem áttu sér stað í Afganistan í tveggja áratuga uppreisn Talíbana.

Þá var hann einnig frændi innanríkisráðherra landsins, Sirajuddin Haqqani.

mbl.is