Ásakanir á hendur rapparans og upptökustjórans Jay-Z eru sagðar geta haft neikvæð áhrif á feril og framtíðarverkefni eiginkonu hans, stórsöngkonunnar Beyoncé Knowles.
Ásakanir á hendur rapparans og upptökustjórans Jay-Z eru sagðar geta haft neikvæð áhrif á feril og framtíðarverkefni eiginkonu hans, stórsöngkonunnar Beyoncé Knowles.
Ásakanir á hendur rapparans og upptökustjórans Jay-Z eru sagðar geta haft neikvæð áhrif á feril og framtíðarverkefni eiginkonu hans, stórsöngkonunnar Beyoncé Knowles.
Jay-Z, sem heitir réttu Shawn Carter, er, ásamt Sean „Diddy“ Combs, sakaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku í eftirpartíi að lokinni MTV-verðlaunahátíðinni í september árið 2000 í máli sem var höfðað í vikunni.
Rapparinn vísar ásökununum á bug og segir málið, sem tengist fleiri málum sem hafa verið höfðuð gegn Diddy upp á síðkastið, vera tilraun til fjárkúgunar og kveðst ekki ætla að greiða sáttagreiðslu í málinu eins og óskað er eftir.
Beyoncé er sögð vera með fjölmörg verkefni í bígerð og þar á meðal heljarinnar tónleikaferðalag um heiminn á næsta ári sem nú er sagt ansi ólíklegt í ljósi ásakananna.
Fulltrúar söngkonunnar þvertaka fyrir þetta og segja hana ekki hafa uppi nein plön um tónleikaferðalag. Þeir segja hana ætla að einbeita sér að fjölskyldu sinni í bili. Beyoncé mun þó koma fram á hálfleikstónleikum í heimaborg sinni, Houston, á jóladag og flytja lög af nýjustu plötu sinni, Cowboy Carter.
Cowboy Carter, sem er fyrsta kántrí-plata söngkonunnar, kom út í lok mars og sló öll met en platan hríðféll á vinsældalistum eftir að ásakanir gegn Combs komu upp á yfirborðið. Er það sagt hafa gerst vegna náins vinskapar Combs og Carter-hjónanna.