Gekk inn í kvennaklefa og áreitti unglingsstúlku

Kynferðisbrot | 13. desember 2024

Gekk inn í kvennaklefa og áreitti unglingsstúlku

Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni sem var sakaður um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann gekk inn í kvennaklefa sundlaugar þar sem 14 ára stúlka stóð nakin. 

Gekk inn í kvennaklefa og áreitti unglingsstúlku

Kynferðisbrot | 13. desember 2024

Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði ekki vitað að …
Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði ekki vitað að hann hefði farið inn í kvennaklefann. Í niðurstöðu dómsins segir aftur á móti að maðurinn hafi gengið ítrekað inn í kvennaklefann framhjá áberandi skilti sem sýndi að um væri að ræða svæði aðeins ætlað konum. Því megi fullyrða að maðurinn hafi haft ásetning til að ganga inn í kvennaklefann í umrætt sinn. Ljósmynd/Colourbox

Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni sem var sakaður um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann gekk inn í kvennaklefa sundlaugar þar sem 14 ára stúlka stóð nakin. 

Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni sem var sakaður um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum þegar hann gekk inn í kvennaklefa sundlaugar þar sem 14 ára stúlka stóð nakin. 

Maðurinn viðhafði ummæli um líkama hennar og spurði hana persónulegra spurninga, bauð henni að sjá líkama sinn og byrjaði að girða niður um sig uns stúlkan sagði nei. Atvikið átti sér stað í mars 2022. 

Var maðurinn, sem er erlendur, dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða stúlkunni 500.000 í miskabætur í Héraðsdómi Reykjaness í desember í fyrra. Landsréttur staðfesti dóminn í gær. 

Í dómi Landsréttar voru rakin atriði sem talin voru draga úr trúverðugleika framburðar mannsins. Framburður stúlkunnar var á hinn bóginn talinn skýr og stöðugur og ekki stangast á við gögn málsins.

Talið var hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum væri gefin að sök og hann sakfelldur samkvæmt ákæru. 

Manninum var enn fremur gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, tæpar 1,4 milljónir kr. 

mbl.is