Háloftaklúbburinn: Hvað má og hvað má ekki

Ferðaráð | 13. desember 2024

Háloftaklúbburinn: Hvað má og hvað má ekki

Háloftaklúbburinn vísar til þeirra sem hafa stundað kynlíf um borð í flugvél meðan á flugi stendur. Sérfræðingar segja að ekki skipti máli í hvaða hæð flugvélin er eða hvar um borð í vélinni samlífið fari fram, hvort sem er komist fólk í hálandaklúbbinn af atvikinu einu saman.

Háloftaklúbburinn: Hvað má og hvað má ekki

Ferðaráð | 13. desember 2024

Samkvæmt ráðleggingum ferðavefsins væri eflaust betra að reyna við háloftaklúbbinn …
Samkvæmt ráðleggingum ferðavefsins væri eflaust betra að reyna við háloftaklúbbinn í flugi Ryanair frá Íbísa til Dublin, fremur en í flugi Saudi Arabia Airlines frá Riyadh til Jeddah. Samsett mynd/Roman Khripkov/Sergio Ruiz

Háloftaklúbburinn vísar til þeirra sem hafa stundað kynlíf um borð í flugvél meðan á flugi stendur. Sérfræðingar segja að ekki skipti máli í hvaða hæð flugvélin er eða hvar um borð í vélinni samlífið fari fram, hvort sem er komist fólk í hálandaklúbbinn af atvikinu einu saman.

Háloftaklúbburinn vísar til þeirra sem hafa stundað kynlíf um borð í flugvél meðan á flugi stendur. Sérfræðingar segja að ekki skipti máli í hvaða hæð flugvélin er eða hvar um borð í vélinni samlífið fari fram, hvort sem er komist fólk í hálandaklúbbinn af atvikinu einu saman.

Svo eru vangaveltur um hvað nákvæmlega þurfi að eiga sér stað, flokkist undir kynlíf, til að háloftaklúbburinn taki því gildu. En samkvæmt ferðavefnum One Mile at a Time þurfa þetta að vera minnst tvær manneskjur og hvers konar kynferðisleg athöfn þeirra á milli.

Áhættuminnstu leiðirnar 

Á téðum ferðavef er ekkert sérstaklega verið að mæla með því að ganga í klúbbinn, samt sem áður er farið yfir hvernig það megi gera með sem minnstri áhættu. 

Í fyrsta lagi þarf að finna stað sem er ekki á opinberu svæði, þar sem enginn getur orðið vitni að atvikinu. Viðurkennt er hve vandræðalegt það er fyrir flugþjóna og freyjur að nappa manneskjur sem vinna ötullega að því í miðju flugi að komast í klúbbinn. Þess vegna er um að gera það með sem minnstum sýnileika og eins litlu tilstandi og mögulegt er.

Þá er næsta víst að salerni flugvélarinnar ætti að vera kjörinn staður þar sem þar er næði, sérstaklega ef ferðast er á öðru farrými, þótt hugmyndin sé vissulega ekkert sérlega girnileg. Salerni í breiðþotu væru vissulega ákjósanlegri en þau í minni flugvélum.

En í sætinu? kynni einhver að spyrja. Jú, það er eflaust ekki svo galið, sérstaklega í flugi á fyrsta farrými með Air France (La Première d'Air France). Þar eru gluggatjöld fyrir sætunum frá lofti niður í gólf og bannað að ónáða ef dregið er fyrir... Svo lengi sem öryggisbeltismerkið kviknar ekki skyndilega.

Hversu áhættusamt er þetta?

Það versta sem hugsanlega gæti gerst er að ef sá sem reynir að komast í háloftaklúbbinn er gómaður og vinsamlegast beðinn um að stoppa.  

Hafa verður í huga að það getur verið stór munur á viðbrögðum áhafnarinnar eftir hvaða flugfélagi er flogið með. Það er eflaust gáfulegra að reyna við háloftaklúbbinn í flugi Ryanair frá Íbísa til Dublin, fremur en í flugi Saudi Arabia Airlines frá Riyadh til Jeddah.

Svo er auðvitað mælt með að gera ráð fyrir hinu versta en vona það besta. Lykilatriðið er að gera þessa tilraun í næði í stað þess að afhjúpa sig opinberlega. 

One Mile at a Time

mbl.is