Það var tekinn snúningur í átt að rólegheitum og núvitund þegar íslenska sundfata- og vellíðunarmerkið Swimslow, stofnað af Ernu Bergmann, bauð í hleðslu á aðventunni á Parliament Spa.
Það var tekinn snúningur í átt að rólegheitum og núvitund þegar íslenska sundfata- og vellíðunarmerkið Swimslow, stofnað af Ernu Bergmann, bauð í hleðslu á aðventunni á Parliament Spa.
Það var tekinn snúningur í átt að rólegheitum og núvitund þegar íslenska sundfata- og vellíðunarmerkið Swimslow, stofnað af Ernu Bergmann, bauð í hleðslu á aðventunni á Parliament Spa.
Þegar allt iðar í jólaundirbúningi voru heppnar konur sem fengu að njóta sín í heilsulindinni en boðskapur Swimslow er einmitt að konur gefi sér tíma í að slaka á og hlaða sjálfar sig.
Mættu þar Eva Katrín Baldursdóttir og Steinunn Hrólfsdóttir, eigendur Andrár, Karin Kristjana Hindborg, eigandi Nola, Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listvals, Íris Laxdal, eigandi Angan Skincare, Gríma Thorarensen eigandi Hvammsvíkur, Ellen Loftsdóttir, stílisti og Harpa Káradóttir, eigandi Make-up Studio.
Upplifun þessara flottu kvenna hófst með öndunaræfingum og mjúku jóga undir stjórn Ernu Bergmann. Eftir það nutu þær sín í sánu með ilmkjarnaolíum og þurrburstun. Dagurinn endaði á nuddi og kampavínsdögurði á „Hjá Jóni“, veitingastað hótelsins.