Starfsmaður Buckingham-hallar var handtekinn eftir að slagsmál brutust út í jólahittingi starfsfólks sem haldinn var á krá í nágrenni við höllina á þriðjudagskvöldið.
Starfsmaður Buckingham-hallar var handtekinn eftir að slagsmál brutust út í jólahittingi starfsfólks sem haldinn var á krá í nágrenni við höllina á þriðjudagskvöldið.
Starfsmaður Buckingham-hallar var handtekinn eftir að slagsmál brutust út í jólahittingi starfsfólks sem haldinn var á krá í nágrenni við höllina á þriðjudagskvöldið.
Hópurinn, sem taldi hátt í 50 manns, fékk sér fordrykk í höllinni áður en hann fór á kránna sem er í níu mínútna göngufjarlægð frá Buckingham-höll.
Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa misst stjórn á sér þegar þangað var komið og látið öllum illum látum, en aðeins einn var handtekinn.
Kona, sem er sögð starfa við húshjálp í höllinni, var fjarlægð af lögreglu eftir að hafa ítrekað reynt að kýla starfsmann krárinnar og unnið skemmdarverk.
Heimildarmaður breska fréttablaðsins The Sun sagði konuna hafa verið ofurölvi, hent glösum í gólfið, verið með hnefann á lofti og ógnað gestum staðarins.
Talsmaður Buckingham-hallar vildi ekki tjá sig um atvikið en sagði málið í skoðun, að því er segir í umfjöllun The Sun.