Ljósmynd eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, Karítas Sveinu Guðjónsdóttur, af Baldri Stefánssyni, einum meðeiganda Hamra fjárfestingafélags, í rölti um miðbæinn með hundinum sínum vakti athygli á dögunum. Aðallega fyrir fötin sem hann klæddist og litasamsetninguna.
Ljósmynd eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, Karítas Sveinu Guðjónsdóttur, af Baldri Stefánssyni, einum meðeiganda Hamra fjárfestingafélags, í rölti um miðbæinn með hundinum sínum vakti athygli á dögunum. Aðallega fyrir fötin sem hann klæddist og litasamsetninguna.
Ljósmynd eftir ljósmyndara Morgunblaðsins, Karítas Sveinu Guðjónsdóttur, af Baldri Stefánssyni, einum meðeiganda Hamra fjárfestingafélags, í rölti um miðbæinn með hundinum sínum vakti athygli á dögunum. Aðallega fyrir fötin sem hann klæddist og litasamsetninguna.
Baldur klæddist tvíhnepptum, ryðrauðum og köflóttum frakka, buxum í sama lit, brúnum skóm og með loðhúfu í kuldanum. Frakkinn gæti allt eins verið keyptur nálægt Viktoríustræti í Edinborg. Húfan og hanskarnir eru einnig í sömu litapallettu.
Þessi litasamsetning er sjaldséð á íslenskum karlmönnum sem leita oftar í liti eins og dökkbláan og svartan. Það hefur verið í tísku undanfarin ár að klæðast sama litnum frá toppi til táar eins og Baldur gerir svo vel. Ef ryðrauður er ekki þinn litur þá má samt alltaf fá innblástur og endurtaka leikinn í öðrum litatón eins og dökkbrúnum sem er áberandi í verslunum núna.