Tom Parker Bowles talar um prinsana Harry og Vilhjálm í viðtali við The Telegraph. Bowles er sonur Kamillu drottningar og starfar sem matargagnrýnandi og gaf á dögunum út bókina Cooking and the Crown: Royal recipes from Queen Victoria to King Charles III.
Tom Parker Bowles talar um prinsana Harry og Vilhjálm í viðtali við The Telegraph. Bowles er sonur Kamillu drottningar og starfar sem matargagnrýnandi og gaf á dögunum út bókina Cooking and the Crown: Royal recipes from Queen Victoria to King Charles III.
Tom Parker Bowles talar um prinsana Harry og Vilhjálm í viðtali við The Telegraph. Bowles er sonur Kamillu drottningar og starfar sem matargagnrýnandi og gaf á dögunum út bókina Cooking and the Crown: Royal recipes from Queen Victoria to King Charles III.
Sjálfur hefur hann þurft að glíma við ágenga ljósmyndara líkt og bræðurnir.
„Ég hef verið eltur af bíl á mjög miklum hraða af ljósmyndurum að reyna mynd. Svo hefur verið öskrað á móður mína, henni ýtt og svo framvegis, bara til þess að reyna að kalla fram einhver viðbrögð. Þetta var hræðilegt enda vill maður bara vernda móður sína,“ segir Bowles.
„Það að telja ljósmyndarana við hliðið til að sjá hverjir voru að fylgjast með manni. Þetta var orðið jafneðlilegt og að fá sér egg og beikon á morgnana. En þetta var villimennska.“
„Ég lærði fyrir löngu síðan að blanda mér ekki í umræðuna um Vilhjálm og Harry. En það er skelfilegt allt sem þeir hafa mátt þola. Ég hef upplifað brotabrot af því og hef mikla samúð. Þeir hafa þurft að þola helvíti.“