Úkraínumenn senda hjálp til Sýrlands

Sýrland | 14. desember 2024

Úkraínumenn senda hjálp til Sýrlands

Úkraínumenn ætla að senda korn til Sýrlands til þess að reyna að koma í veg fyrir matarskort þar í landi.

Úkraínumenn senda hjálp til Sýrlands

Sýrland | 14. desember 2024

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Skrifstofa Úkraínuforseta

Úkraínumenn ætla að senda korn til Sýrlands til þess að reyna að koma í veg fyrir matarskort þar í landi.

Úkraínumenn ætla að senda korn til Sýrlands til þess að reyna að koma í veg fyrir matarskort þar í landi.

Frá þessu greinir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti á samfélagsmiðlinum X í dag.

Er þetta gert af mannúðar- og öryggisástæðum í þeirri von um að stuðla að stöðugleika, að sögn Selenskís.

Hvetja heimsbyggðina til að taka þátt

„Fyrir Úkraínu er þetta mikilvægt: Því rólegra sem ástandið er á slíkum svæðum, því virkari getur heimurinn verið í að hjálpa okkur að ná friði.“

Segir hann þetta einmitt vera ástæðuna fyrir því að Rússar leggi mikið á sig að ýta undir átök víða um heim með því að kynda undir óstöðugleika á heimsvísu.

„Við hvetjum alla heimsbyggðina til að taka þátt í að koma á stöðugleika til að tryggja að stríðið – sem hófst í Sýrlandi fyrir rúmum áratug með þátttöku Írans og Rússlands – geti loks liðið undir lok.

mbl.is