Hjörvar Harðarson hönnunarstjóri og meðeigandi á auglýsingastofunni Ennemm og eiginkona hans, listamaðurinn Sigríður Valdimarsdóttir, hafa sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Heimilið ber þess merki að hönnuðir búi þar enda hver hlutur á sínum stað og mikið lagt í að allt sé í góðu flæði.
Hjörvar Harðarson hönnunarstjóri og meðeigandi á auglýsingastofunni Ennemm og eiginkona hans, listamaðurinn Sigríður Valdimarsdóttir, hafa sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Heimilið ber þess merki að hönnuðir búi þar enda hver hlutur á sínum stað og mikið lagt í að allt sé í góðu flæði.
Hjörvar Harðarson hönnunarstjóri og meðeigandi á auglýsingastofunni Ennemm og eiginkona hans, listamaðurinn Sigríður Valdimarsdóttir, hafa sett glæsilegt raðhús sitt í Garðabæ á sölu. Heimilið ber þess merki að hönnuðir búi þar enda hver hlutur á sínum stað og mikið lagt í að allt sé í góðu flæði.
Húsið sjálft er 236 fm að stærð og var reist 2011.
Stiginn á milli hæða er gerður úr sjónsteypu sem setur svip á húsið. Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol og stórt baðherbergi. Á neðri hæðinni er stofa og eldhús ásamt gestasalerni og bílskúr.
Allar innréttingar í húsinu eru ítalskar og sérhannaðar frá Tisettanta/Elam. Nema innréttingar í þvottahúsinu, þær eru frá HTH. Lumex sá um lýsingu og eru allar hurðir sérsmíðaðar og án gerefta og ná upp í loft.