Heppinn að hafa náð að kalla eftir hjálp

Öryggi sjófarenda | 16. desember 2024

Heppinn að hafa náð að kalla eftir hjálp

Heppni réð því að skipstjóra á strandveiðibátnum Elínu NK-12 tókst að hafa samband við neyðarlínuna síðastliðið sumar er hann lá illa slasaður í bát sínum um 15 sjómílur austur af landinu.

Heppinn að hafa náð að kalla eftir hjálp

Öryggi sjófarenda | 16. desember 2024

Heppni virðist hafa ráðið því að skipstjórinn á Elínu NK …
Heppni virðist hafa ráðið því að skipstjórinn á Elínu NK náði að kalla eftir aðstoð eftir að hann slasaðist illa. Ljósmynd/Landsbjörg

Heppni réð því að skip­stjóra á strand­veiðibátn­um El­ínu NK-12 tókst að hafa sam­band við neyðarlín­una síðastliðið sum­ar er hann lá illa slasaður í bát sín­um um 15 sjó­míl­ur aust­ur af land­inu.

Heppni réð því að skip­stjóra á strand­veiðibátn­um El­ínu NK-12 tókst að hafa sam­band við neyðarlín­una síðastliðið sum­ar er hann lá illa slasaður í bát sín­um um 15 sjó­míl­ur aust­ur af land­inu.

Óvænt alda varð þess vald­andi að skip­stjór­inn kastaðist til og lær­leggs­brotnaði. Í hama­gang­in­um varð bát­ur­inn raf­magns­laus og þar með ekki hægt að nota tal­stöðina. Á svæðinu er tak­markað farsíma­sam­band og er talið að síma­send­ir á Dala­tanga myndi bæta ör­yggi sjófar­enda.

Tókst á loft

Í skýrslu Rann­sókna­nefnd­ar sam­göngu­slysa (RNSA) seg­ir að bát­ur­inn hafi verið á leið til veiða þegar slysið átti sér stað. Lagði Elín NK frá bryggju í Nes­kaupstað um hálf þrjú morg­un­inn 24. júní. Veður er sagt hafa verið gott og öldu­hæð um 1,5 til 2 metr­ar.

Siglt var í aust­ur frá Norðfjarðar­horni um það bil 15 sjó­míl­ur þar sem skip­stjór­inn áætlaði að hefja veiðar. Á svipuðum slóðum voru þrír aðrir bát­ar og höfðu all­ir siglt á miðin án þess að lenda í nein­um vand­ræðum vegna sjó­lags.

„Þegar komið var þar sem skip­stjór­inn hugðist veiða var ann­ar bát­ur fyr­ir á staðnum og ákvað hann að fara á ann­an veiðistað. Hann sneri bátn­um upp í öld­una og var með at­hygl­ina á sigl­inga­tækj­un­um og tók ekki eft­ir því þegar stór alda skall á bátn­um,“ seg­ir i skýrsl­unni.

Við þetta tókst skip­stjór­inn á loft og skall upp í þak stýri­húss­ins.

„Þegar bát­ur­inn skall niður kom hliðar­hreyf­ing á hann á stjórn­borða. Af­leiðing­arn­ar voru þær að skip­stjór­inn lenti til hliðar við stól­inn og hægri fót­ur­inn skall á horni hans. Hann áttaði sig strax að hann væri lík­lega lær­leggs­brot­inn. Í bylt­unni rakst hann jafn­framt í út­slátt­ar­rofa fyr­ir raf­magnið um borð svo rof­inn brotnaði með þeim af­leiðing­um að allt raf­magn fór af bátn­um þar með talið af tal­stöðinni.“

Elín NK var á strandveiðum síðastliðið sumar þegar slysið varð.
Elín NK var á strand­veiðum síðastliðið sum­ar þegar slysið varð. Ljós­mynd/Á​sgeir Jóns­son

Sam­bandið slitnaði

Gat skip­stjór­inn því aðeins notað farsíma sinn en sam­bandið var lé­legt. Tókst hon­um þó að ná í Neyðarlín­una og lýsa fyr­ir þeim stöðu mála áður en sam­band slitnaði. Á meðan sam­tal­inu stóð reyndi hann að sigla bátn­um til hafn­ar en varð fljót­lega ljóst að það myndi ekki ganga enda mikið kval­inn.

„Stuttu síðar hringdi Vakt­stöð sigl­inga og sök­um þess að bát­ur­inn var nú ein­hverj­um míl­um nær landi þá var sam­bandið orðið betra og gat skip­stjór­inn haft eðli­leg sam­skipti í gegn um síma. Björg­un­ar­skipið Haf­björg frá Nes­kaupstað fékk út­kalls­beiðni um klukk­an 04:30 og tók um 20 mín­út­ur að manna skipið og sigla úr höfn.“

Um borð Haf­björgu voru tveir bráðaliðar og fimm björg­un­ar­sveit­ar­menn. Tveir úr áhöfn­inni fóru ásamt bráðtækni um borð í El­ínu og var bátn­um siglt nær landi þar til þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar mætti. Skip­stjór­inn var síðan hífður í þyrluna og flutt­ur á sjúkra­hús í Reykja­vík.

Mik­il­vægt ör­yggis­atriði

„Að sögn skip­stjóra hefði slysið vænt­an­lega ekki orðið ef hann hefði tekið eft­ir öld­unni sem var að koma þar sem hann hefði þá getað gripið í eitt­hvað til að halda sér föst­um. Síma­sam­band var lé­legt á þess­um slóðum og að sögn skip­stjóra var hann hepp­inn að ná síma­sam­bandi við björg­un­araðila,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Þar seg­ir að skip­stjór­inn telji nauðsyn­legt að koma upp sendi fyr­ir farsíma á Dala­tanga þar sem ekk­ert síma­sam­band sé frá Gerpi að Norðfjarðar­horni, nema siglt sé fjór­um míl­um hið minnsta frá landi á svo­kallaðri grunn­leið. Seg­ir hann sam­bandið orðið mjög lé­legt úti á 15 míl­um á þeim stað sem slysið varð.

„Þessi send­ir myndi ná inn í Loðmund­ar­fjörð, norður að Glett­ingi og suður með Síðu og að Gerpi og svo langt út á haf,“ er haft eft­ir skip­stjór­an­um og lýs­ir RNSA því sem mik­il­vægu ör­yggis­atriði.

mbl.is