Rikka, Áslaug Arna og Anna redduðu jólunum

Hverjir voru hvar | 16. desember 2024

Rikka, Áslaug Arna og Anna redduðu jólunum

Vikan á Instagram var fjörug. Instagramverjar eru komnir í jólaskap og gerðu ýmislegt til þess að komast í sanna jólastemningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bakaði sörur með Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Rikku, heima hjá Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur fjárfesti. Þar var líka Ólöf Skaftadóttir hlaðvarpsstjarna í Komið gott sem hélt uppi stuðinu. 

Rikka, Áslaug Arna og Anna redduðu jólunum

Hverjir voru hvar | 16. desember 2024

Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Anna Þorbjörg Jónsdóttir.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Anna Þorbjörg Jónsdóttir. Ljósmynd/Instagram

Vikan á Instagram var fjörug. Instagramverjar eru komnir í jólaskap og gerðu ýmislegt til þess að komast í sanna jólastemningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bakaði sörur með Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Rikku, heima hjá Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur fjárfesti. Þar var líka Ólöf Skaftadóttir hlaðvarpsstjarna í Komið gott sem hélt uppi stuðinu. 

Vikan á Instagram var fjörug. Instagramverjar eru komnir í jólaskap og gerðu ýmislegt til þess að komast í sanna jólastemningu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bakaði sörur með Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Rikku, heima hjá Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur fjárfesti. Þar var líka Ólöf Skaftadóttir hlaðvarpsstjarna í Komið gott sem hélt uppi stuðinu. 

Jólaleg!

Elísa Gróa Steinþórsdóttir fór í netasokkabuxur og setti upp andlitið. 

Berleggjuð í frostinu!

Nadía Sif Líndal fór norður til Akureyrar og naut aðventunnar. 

Takk fyrir sturlaða helgi!

Jón Jónsson tónlistarmaður í IceGuys þakkaði fyrir frábæra tónleikahelgi en hljómsveitin fyllti Laugardalshöllina nokkrum sinnum um helgina. Einhverjir myndu segja að allir og amma þeirra hafi verið á tónleikunum eða svo gott sem. 

Starfsmaður í þjálfun!

Jón Gnarr, grínisti og þingmaður Viðreisnar, setti inn mynd af sér á Alþingi undir yfirskriftinni „starfsmaður í þjálfun“ og nokkuð ljóst að hann er að undirbúa sig fyrir nýtt hlutverk og komandi átök.

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

Spjallið var „live“!

Hlaðvarpsþáttur Sólrúnar Diego, Guðríðar Jónsdóttur og Línu Birgittu, „þrjár með öllu“ var í beinni útsendingu síðastliðinn föstudag með fullan sal af áhorfendum.

Rautt fyrir jólin!

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir komst í kjólinn fyrir jólin og var sæt í rauðum, hlýralausum pallíettukjól.

Húðþétting á kjálkasvæði!

Söngkonan Svala ákvað að verða enn sætari og fór í húðþéttingu á kjálkasvæði til að verða óaðfinnanleg um jólin. 

Fjölskyldan í jólafíling!

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, og unnusti hennar Teitur Páll Reynisson, eyddu ljúfum degi í miðbæ Reykjavíkur.

Geislandi!

Tanja Ýr Ástþórs­dótt­ir, at­hafna­kona og sam­fé­lags­miðlastjarna, bíður spennt eftir barni. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

Brjáluð stemning!

Dansarinn Sóley Bára Þórunnardóttir birti skemmtilega myndaseríu frá tónleikum IceGuys í Laugardalshöll.

Með hreinar tennur!

Tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir gaf fylgjendum sínum innsýn inn í síðustu daga og birti meðal annars mynd af sér í tannlæknastólnum.

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

Jólabakstur í Akrahverfinu!

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjó til gómsætar sörur ásamt Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, sem alltaf er kölluð Rikka, og líka með Önnu Þorbjörgu Jónsdóttur fjárfesti og ofurskvís. Baksturinn fór fram í einu af glæsilegustu húsum landsins en þar býr Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir. Hún setti húsið á sölu á dögunum en það er óselt. 

Slakað á í Laugar Spa!

Rapparinn Emmsjé Gauti átti stund milli stríða þegar hann náði smá slökun í Laugar Spa ásamt góðum vini. Hann er á fullu þessa dagana að undirbúa hátíðartónleika sína Jülevenner og því kærkomið að geta náð áttum í gufunni.

mbl.is