Ákærður, fundinn sekur og myrtur

Úkraína | 17. desember 2024

Ákærður, fundinn sekur og myrtur

Úkraínska öryggisþjónustan hefur lýst ábyrgð á sprengingunni sem varð hershöfðingjanum Ígor Kírillov og aðstoðarmanni hans að bana í Moskvu í morgun. Varað er við myndefni sem fylgir neðar í umfjölluninni.

Ákærður, fundinn sekur og myrtur

Úkraína | 17. desember 2024

Rúður brotnuðu og hurðar skemmdust í sprengingunni.
Rúður brotnuðu og hurðar skemmdust í sprengingunni. AFP/Alexander Nemenov

Úkraínska öryggisþjónustan hefur lýst ábyrgð á sprengingunni sem varð hershöfðingjanum Ígor Kírillov og aðstoðarmanni hans að bana í Moskvu í morgun. Varað er við myndefni sem fylgir neðar í umfjölluninni.

Úkraínska öryggisþjónustan hefur lýst ábyrgð á sprengingunni sem varð hershöfðingjanum Ígor Kírillov og aðstoðarmanni hans að bana í Moskvu í morgun. Varað er við myndefni sem fylgir neðar í umfjölluninni.

Kírillov fór fyrir varnarsveitum Rússa gegn kjarnavopnum, sýklavopnum og efnavopnum.

Svo virðist sem sprengjunni hafi verið komið fyrir í rafskútu fyrir utan íbúðarhúsnæði í rússnesku höfuðborginni í um 7 kílómetra fjarlægð frá Kremlinni. 

Myndir frá vettvangi sýna mikið tjón á nærliggjandi byggingu eftir sprenginguna, brotnar rúður og skemmdar hurðar. Lík sést liggja í snjónum fyrir utan. Þá má einnig sjá ónýta rafskútu sem er illa farin eftir sprenginguna.

Rannsakendur á vettvangi.
Rannsakendur á vettvangi. AFP/Alexander Nemenov

Voru fyrir utan bygginguna

BBC greinir frá því að sprengjan hafi verið sprengd úr fjarlægð þegar Kírillov og aðstoðarmaður hans nálguðust bygginguna í morgun. Fréttaritari BBC í Moskvu segir að um „venjulegt“ íbúðarhverfi sé að ræða og að íbúum sé brugðið.

Rússar hafa lýst sprengingunni sem hryðjuverki.

„Atvikið hefur verið skilgreint sem hryðjuverk, morð, og ólöglegur flutningur vopna og skotfæra,“ sagði Svetlana Petrenko, talskona rússneskra yfirvalda.

Rannsókn á atvikinu er hafin og eru rannsóknarlögreglumenn, réttarmeinafræðingar og viðbragðsaðilar á vettvangi.

Vettvangurinn hefur verið girtur af með lögregluborða.
Vettvangurinn hefur verið girtur af með lögregluborða. AFP/Alexander Nemenov

Fyrirskipaði beitingu ólöglegra efnavopna

Kírillov var skipaður yfirmaður sveitanna árið 2017.

Að sögn úkraínsku öryggisþjónustunnar hafa verið skrásett ríflega 4.800 tilfelli þar sem rússneskar hersveitir hafa beitt efnavopnum að fyrirskipun Kírillov.

Úkraínskir saksóknarar ákærðu hann í gær fyrir notkun ólöglegra efnavopna í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Var hann fundinn sekur samdægurs.

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP/Alexander Nemenov
Lík sést liggja í snjónum.
Lík sést liggja í snjónum. AFP/Alexander Nemenov
AFP/Alexander Nemenov
AFP/Alexander Nemenov
AFP/Alexander Nemenov
mbl.is