„Hjónarúmið verður að vígvelli“

Jóla jóla ... | 17. desember 2024

„Hjónarúmið verður að vígvelli“

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og Erna Mist Yamagata myndlistarmaður eru að skapa sér sinn heim á nýju heimili. Þau kynntust fyrir rúmlega ári og eru nú að vinna saman í fyrsta skipti við leikritið Köttur á heitu blikkþaki sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 28. desember. Hún er jólabarn en hann tengir meira við áramótin. Parið á von á barni sem er væntanlegt í janúar en fyrir á hann 13 ára gamlan son. 

„Hjónarúmið verður að vígvelli“

Jóla jóla ... | 17. desember 2024

Þor­leif­ur Örn Arn­ars­son leik­stjóri og Erna Mist Yama­gata mynd­list­armaður eru að skapa sér sinn heim á nýju heim­ili. Þau kynnt­ust fyr­ir rúm­lega ári og eru nú að vinna sam­an í fyrsta skipti við leik­ritið Kött­ur á heitu blikkþaki sem frum­sýnt verður í Borg­ar­leik­hús­inu 28. des­em­ber. Hún er jóla­barn en hann teng­ir meira við ára­mót­in. Parið á von á barni sem er vænt­an­legt í janú­ar en fyr­ir á hann 13 ára gaml­an son. 

Þor­leif­ur Örn Arn­ars­son leik­stjóri og Erna Mist Yama­gata mynd­list­armaður eru að skapa sér sinn heim á nýju heim­ili. Þau kynnt­ust fyr­ir rúm­lega ári og eru nú að vinna sam­an í fyrsta skipti við leik­ritið Kött­ur á heitu blikkþaki sem frum­sýnt verður í Borg­ar­leik­hús­inu 28. des­em­ber. Hún er jóla­barn en hann teng­ir meira við ára­mót­in. Parið á von á barni sem er vænt­an­legt í janú­ar en fyr­ir á hann 13 ára gaml­an son. 

Þor­leif­ur leik­stýr­ir Ketti á heitu blikkþaki og Erna hann­ar leik­mynd og bún­inga. Þegar þau eru spurð að því hvort gam­all draum­ur sé að ræt­ast við vinnu á verk­inu segja þau svo vera.

„Þessi am­er­íska nýklass­ísk hef­ur alltaf höfðað til mín. Tenn­essee Williams til­heyr­ir þess­ari list­rænu spreng­ingu sem varð í banda­rískri leik­rit­un á miðri síðustu öld, en nú­tíma­sjón­varps­serí­ur og kvik­mynd­ir eiga ræt­ur sín­ar að rekja til þessa tíma. Í verk­um hans eru til að mynda rosa­leg­ar hliðstæður við þætti á borð við Successi­on og Yellow­st­one. Þetta er upp­gjör við of­ríki föður­ins og vald­astrúkt­úra. Umræðan um að setja þetta verk upp á Íslandi byrjaði á sama tíma og við vor­um að kynn­ast. Þá kom í ljós að þetta er eitt af upp­á­halds­verk­um þínum,“ seg­ir Þor­leif­ur og horf­ir á Ernu og hún tek­ur und­ir.

„Fæðing­ar­stund þessa verk­efn­is varð til í sam­töl­un­um okk­ar á milli um þema­tík­ina, þræðina og er­indi verks­ins við sam­tím­ann,“ seg­ir Þor­leif­ur.

„Það var samt ekk­ert ákveðið að ég myndi taka þátt í upp­setn­ing­unni,“ seg­ir Erna.

„Ég var bú­inn að lýsa því yfir að mig langaði að vinna með þér,“ seg­ir hann.

„Það ótrú­lega við þetta verk er að það er leikið í raun­tíma, á einni kvöld­stund, í einu her­bergi – en þrátt fyr­ir tak­markaðan ramma tekst því að ná utan um stærstu spurn­ing­ar til­ver­unn­ar,“ seg­ir hann.

Eins og hvaða spurn­ing­ar?

„Það er verið að berj­ast um arf­inn – sem í meta­fórísku sam­hengi er bar­átt­an um framtíðina; hver fái að vera hand­hafi framtíðar­inn­ar. Þess vegna minn­ir þetta á Successi­on. Þetta er slag­ur á milli bræðra um ríki­dæmi föður síns en bar­dag­inn er keyrður áfram af kon­um þeirra beggja. Ann­ar bróðir­inn og kon­an hans eiga fimm börn en hin eru barn­laus – sem set­ur þau í verri samn­ings­stöðu svo að þau neyðast til að grípa til örþrifaráða. Faðir­inn er bú­inn að vera veik­ur lengi og er við það að gera erfðaskrá. Á þessu eina kvöldi hefst upp­gjör, sam­eig­in­leg til­raun þeirra allra til að greina sann­leik­ann frá lyg­un­um. Þetta er fjöl­skyldu­drama þar sem hver og einn þarf að berj­ast fyr­ir sínu sjón­ar­miði, sinni lífs­sýn, sín­um til­vist­ar­lega eign­ar­rétti. Við horf­um á fjöl­skyldu mögu­lega brotna í sund­ur því þau geta ekki sam­ein­ast um miðlæga sýn á lífið,“ seg­ir Þor­leif­ur.

„Verkið seg­ir í senn sér­tæka og víðtæka sögu, því karakt­er­arn­ir eru í raun hold­gerv­ing­ar stærra kerf­is. Átök milli hjóna eru í raun átök milli kynj­anna, átök milli feðga eru átök milli kyn­slóða, átök milli bræðra eru átök milli stétta,“ seg­ir Erna.

„All­ir karakt­er­ar í þessu verki koma á ein­hverj­um tíma­punkti hræðilega og ósiðlega fram, en svo kem­ur óvænt sjón­ar­horn sem rétt­læt­ir, eða að minnsta kosti út­skýr­ir, þetta allt sam­an. Verkið opn­ar í sí­fellu nýj­ar dyr sem fá mann til að ef­ast um skoðun­ina sem maður myndaði sér fyr­ir kort­eri,“ seg­ir hann.

Er það ekki bara svo­lítið eins og mann­eskj­an er í raun og veru?

„Það er ein­mitt svo erfitt í sam­fé­lagsum­ræðunni þessa dag­ana hvað við erum gjörn á að taka einn nei­kvæðan viðburð úr ævi mann­eskju og fletja hann yfir allt líf viðkom­andi. Fólk er ekki gott eða slæmt. Sam­hengi þess spil­ar stóra rullu. Í leik­hús­inu ferðu í gegn­um sam­kennd­arþjálf­un þar sem þú byrj­ar á því að halda með ein­hverj­um, síðan ferðu að fyr­ir­líta viðkom­andi, svo ferðu að vor­kenna viðkom­andi. Upp­lif­un­in dreg­ur upp róf af marg­breyti­leika mann­eskj­unn­ar, sem er í eðli sínu marg­slung­in og flók­in. Á sterk­ustu augna­blik­un­um okk­ar erum við óskap­lega fal­leg og á veik­ustu augna­blik­un­um get­um við orðið ófyr­ir­gef­an­lega grimm,“ seg­ir hann.

Svona sér Erna Mist leikmyndina fyrir sér.
Svona sér Erna Mist leik­mynd­ina fyr­ir sér.

Hjóna­rúmið er víg­völl­ur

Erna, hvernig túlk­ar þú leik­mynd og bún­inga í þessu verki?

„Ég upp­hugsaði leik­mynd­ina eins og mál­verk­in mín. Í stað þess að líkja eft­ir raun­veru­leg­um stað safnaði ég sam­an sjón­ræn­um til­vís­un­um og byggði úr þeim draum­kennd­an mynd­heim. Á miðju sviðinu er hjóna­rúm og áhorf­end­ur sitja hring­inn í kring. Fyr­ir ofan sviðið hang­ir ljósakróna úr grát­andi vínglös­um. Í stað þess að draga upp natúralísk­ar aðstæður las ég verkið og leitaði að ljóðræn­um kjarna, svo að hjartað í verk­inu gæti sprungið út í mynd­lík­ingu,“ seg­ir hún.

„Hjóna­rúmið verður að víg­velli, þar sem áhorf­end­ur sitja um­hverf­is per­són­urn­ar og fylgj­ast með þeim eins og skylm­ingaþræl­um í gryfju,“ seg­ir Þor­leif­ur.

„Rúmið er þarna sem stöðug áminn­ing um börn­in sem þau eignuðust ekki,“ seg­ir hún.

„Þetta verk er ein­hvers staðar á milli fjöl­skyldutra­gedíu og spennu­tryll­is, og er eitt best skrifaða upp­gjör á milli mann­eskja sem ég hef lesið í leik­riti. Það er svo gam­an að fara inn í þess­ar stóru sen­ur. Maður verður svo þakk­lát­ur fyr­ir að eiga til­tölu­lega fal­legt fjöl­skyldu­líf,“ seg­ir hann og horf­ir í kring­um sig.

Erna og Þorleifur eru búin að vera saman í rúmlega …
Erna og Þor­leif­ur eru búin að vera sam­an í rúm­lega eitt ár en hann kom auga á hana í Morg­un­blaðinu og sendi henni skila­boð á In­sta­gram.
mbl.is