Meirihlutinn hafnaði því að ræða um vöruhúsið

Vöruhús við Álfabakka 2 | 17. desember 2024

Meirihlutinn hafnaði því að ræða um vöruhúsið

Meirihluti borgarstjórnar hafnaði í dag tillögu um að umræða færi fram á borgarstjórnarfundi um vöruhúsið sem var reist að Álfabakka 2 við hlið fjölbýlishúss. Einnig var því hafnað að taka á dagskrá tillögu um stjórnsýsluúttekt á vöruhúsinu.

Meirihlutinn hafnaði því að ræða um vöruhúsið

Vöruhús við Álfabakka 2 | 17. desember 2024

Borgarstjórn er á leiðinni í jólafrí.
Borgarstjórn er á leiðinni í jólafrí. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihluti borgarstjórnar hafnaði í dag tillögu um að umræða færi fram á borgarstjórnarfundi um vöruhúsið sem var reist að Álfabakka 2 við hlið fjölbýlishúss. Einnig var því hafnað að taka á dagskrá tillögu um stjórnsýsluúttekt á vöruhúsinu.

Meirihluti borgarstjórnar hafnaði í dag tillögu um að umræða færi fram á borgarstjórnarfundi um vöruhúsið sem var reist að Álfabakka 2 við hlið fjölbýlishúss. Einnig var því hafnað að taka á dagskrá tillögu um stjórnsýsluúttekt á vöruhúsinu.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögurnar en hún sagði að borgarstjórn þyrfti að ræða málið á fundinum þar sem það væri brýnt.

Þá benti hún á að borgarstjórn væri á leið í jólafrí og að málið yrði því ekki tekið til umræðu opinberlega fyrr en eftir áramót.

Fram kom í máli Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, forseta borgarstjórnar, að málið yrði tekið upp á fundi umhverfis- og skipulagsráðs. 

Vinstri græn sátu hjá

Óskað var eftir því að tillaga um umræðu um að Álfabakkamálið yrði tekin inn með afbrigðum á dagskrá borgarstjórnar, að beiðni Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Atkvæði féllu þannig að meirihlutinn greiddi atkvæði gegn og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Sósíalista greiddu atkvæði með tillögunni.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Varðar grundvallarspurningar um trúverðugleika“

Þá var einnig óskað eftir því að tekin yrði á dagskrá borgarstjórnar tillaga með afbrigðum um stjórnsýsluúttekt á Álfabakkamálinu. Atkvæði féllu á sama veg og í hinni tillögunni.

„Málið varðar grundvallarspurningar um trúverðugleika, ábyrgð og fagleg vinnubrögð borgarinnar í skipulagsmálum. Með heildstæðri úttekt og virkri eftirfylgni er hægt að tryggja að lærdómur verði dreginn af mistökunum, með það að markmiði að borgarstjórn taki nauðsynleg skref til umbóta og endurheimti traust íbúa,“ sagði m.a. Í greinargerð sem fylgdi tillögunni.

mbl.is