Landsréttur hefur mildað dóm yfir leigubílstjóra sem dæmdur hafði verið í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrr á þessu ári fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku árið 2022, en maðurinn braut ítrekað á henni á leiðinni frá Hafnarfirði í Reykjanesbæ.
Landsréttur hefur mildað dóm yfir leigubílstjóra sem dæmdur hafði verið í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrr á þessu ári fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku árið 2022, en maðurinn braut ítrekað á henni á leiðinni frá Hafnarfirði í Reykjanesbæ.
Landsréttur hefur mildað dóm yfir leigubílstjóra sem dæmdur hafði verið í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrr á þessu ári fyrir að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku árið 2022, en maðurinn braut ítrekað á henni á leiðinni frá Hafnarfirði í Reykjanesbæ.
Telur Landsréttur að um kynferðislega áreitni sé að ræða en ekki nauðgun eins og héraðsdómur hafði dæmt fyrir.
Maðurinn, Abdul Habib Kohi, er fundinn sekur um það athæfi sem honum er gert að sök í ákæru málsins, en í því fólst að hann kyssti hana á munninn, þuklaði á brjóstum hennar innan- og utanklæða, þuklaði á kynfærum hennar utanklæða og nuddaði kynfæri hennar innanklæða.
Taldi ákæruvaldið þetta varða við 194. grein almennra hegningarlaga, en hún tekur til nauðgunar. Var Héraðsdómur Reykjavíkur þessu sammála og dæmdi manninn í tveggja ára fangelsi samkvæmt því, en samkvæmt þeirri lagagrein skal refsing vera frá 1 ári upp í 16 ár.
Í dómi Landsréttar kemur fram að óvarlegt þætti að slá því föstu að Abdul hafi snert kynfæri konunnar með þeim hætti að það ætti við um önnur kynferðismörk samkvæmt þeirri grein almennra hegningarlaga sem tekur til nauðgunar.
Er vísað til þess að með lögskýringum á 194. greininni komi fram að skýra beri hugtakið „önnur kynferðismök“ fremur þröngt þannig að átt sé við kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju sem komi í stað hefðbundins samræðis eða hafi gildi sem slíkt. Séu það athafnir sem veiti eða séu almennt til þess fallnar að veita hinum brotlega kynferðislega fullnægingu.
Þá er vísað til greinar 199 í almennum hegningarlögum, en hún nær til kynferðislegrar áreitni og er með tveggja ára hámarksrefsingu. Telur dómurinn að athæfi mannsins falli betur undir það ákvæði laga en nauðgun:
„Kynferðisleg áreitni felist meðal annars í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innanklæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta. Í lögskýringargögnum með ákvæðinu segir að kynferðisleg áreitni sé háttsemi kynferðislegs eðlis, sem hvorki teljist samræði né önnur kynferðismök,“ segir í dóminum.
„Hún felist í hvers konar snertingu á líkama annarrar manneskju sem sé andstæð góðum siðum og samskiptaháttum. Um efri mörk áreitninnar, það er mörkin gagnvart öðrum kynferðismökum, segir að það sé kynferðisleg áreitni að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum þolanda innan klæða sem utan. Slíkt þukl eða káf geti þó verið á því stigi, ákaft eða langvarandi, að um önnur kynferðismök sé að ræða. Ef fingri er stungið inn í leggöng sé háttsemin komin á annað stig, hún sé orðin önnur kynferðismök.“
Fram kemur í dóminum að konan hafi talið manninn hafa nuddað kynfæri sín í allavega hálfa mínútu. Þá er fallist á fyrri niðurstöðu héraðsdóm um að framburður mannsins hafi verið svo misvísandi og ótrúverðugur að honum beri að hafna og að framburður konunnar sé talinn trúverðugur, en hann eigi sér einnig stoð í gögnum málsins.
Konan fékk far með honum aðfaranótt sunnudagsins 25. september árið 2022 frá miðbæ Reykjavíkur til Reykjanesbæjar, en í framburði konunnar kom fram að hann hafi fyrst brotið á henni þegar hann kom í Hafnarfjörð og svo ítrekað eftir það. Gerði Abdul það meðal annars með því að þukla á henni, líkt og fyrr segir.
Á Reykjanesbrautinni stoppaði leigubílstjórinn bifreiðina við Grindavíkurafleggjarann svo að hún gæti kastað upp. Eftir það settist hún aftur inn í bílinn og leigubílstjórinn byrjaði að kyssa hana gegn hennar vilja.
Lagði leigubílstjórinn svo aftur af stað og á meðan hann ók bifreiðinni nuddaði hann kynfæri hennar innanklæða og hætti því rétt áður en þau komu á áfangastað. Lífsýni sem tekin voru staðfesta að Abdul snerti hana.
Er tekið fram að maðurinn hafi notfært sér slæmar aðstæður konunnar, sem var illa á sig komin, síma- og peningalaus, fjarri heimili sínu, illa klædd í slæmu veðri, þegar hann bauð henni far með leigubifreið sem hann ók. Er hann sem fyrr segir dæmdur í eins árs fangelsi, en hafði áður hlotið tveggja ára dóm í héraði. Þarf maðurinn jafnframt að greiða stúlkunni 1,8 milljón í bætur og málskostnað upp á 2,4 milljónir.