Stofnendur og forstjórar tveggja fyrirtækja sem teljast til svokallaðra einhyrninga tóku í gær við Geisla, sérstakri viðurkenningu Samtaka iðnaðarins, fyrir ómetanlegt framlag til íslensks atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu.
Stofnendur og forstjórar tveggja fyrirtækja sem teljast til svokallaðra einhyrninga tóku í gær við Geisla, sérstakri viðurkenningu Samtaka iðnaðarins, fyrir ómetanlegt framlag til íslensks atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu.
Stofnendur og forstjórar tveggja fyrirtækja sem teljast til svokallaðra einhyrninga tóku í gær við Geisla, sérstakri viðurkenningu Samtaka iðnaðarins, fyrir ómetanlegt framlag til íslensks atvinnulífs og verðmætasköpunar í landinu.
Það voru þeir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, og Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech, sem veittu viðurkenningunum mótttöku. Með þeim vilja Samtök iðnaðarins varpa ljósi á mikilvægi hugverkaiðnaðarins fyrir hagkerfið, hlutdeild greinarinnar í útflutningstekjum þjóðarbúsins og nauðsyn þess að fyrirtæki í greininni geti áfram vaxið.
Í viðskiptalífinu er einhyrningur einkarekið sprotafyrirtæki sem metið er á milljarð bandaríkjadala eða meira fyrir skráningu á markað. Hugtakið er eignað áhættufjárfestinum Aileen Lee, sem notaði það fyrst í blaðagrein árið 2013 og vildi með tilvísun í hina goðsagnakenndu veru undirstrika fágæti þess að sprotafyrirtæki yrðu svo verðmæt. Einhyrningshugtakið varð fljótt þekkt um allan heim og eftirsóttur áfangi meðal frumkvöðla.
Róbert Wessman, stofnandi og forstjóri Alvotech, og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, tóku við viðurkenningunum úr hendi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, Sigurði Hannessyni. Hvort fyrirtæki um sig fékk afhent til eignar viðurkenningargripinn Geisla sem er einstakt listaverk eftir myndhöggvarann Matthías Rúnar Sigurðsson. Gripurinn sem unnin er úr hvítum marmara er með listrænum tilvísunum í seiglu, snerpu og frumkvöðlaanda. Hann táknar afrek og hugrekki í viðskiptum, þar sem þrautseigja og nýsköpun hafa leitt til þess að fyrirtækið hefur náð árangri. Gripurinn er smíðaður úr hágæða efni, með sléttu, straumlínulöguðu yfirborði sem fangar ljósið á dularfullan og kraftmikinn hátt. Línur listaverksins vísa í hraða og stefnufestu, líkt og fyrirtækin sjálf sem hafa skarað fram úr með því að ná alþjóðlegri stöðu einhyrnings