Sætt bragð og ævintýralykt af jólum

Uppskriftir | 17. desember 2024

Sætt bragð og ævintýralykt af jólum

Árni Þorvarðarson, bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi, fagnar ávallt þegar aðventan gengur í garð. Hann nýtur þess að eiga góðar samverustundir með fjölskyldunni og baka jólasmákökur sem rifja upp æskuminningarnar um gömlu, góðu tímana. Hann bakar ófáar tegundir sem minna hann á jólin á bernskuárunum.

Sætt bragð og ævintýralykt af jólum

Uppskriftir | 17. desember 2024

Ævintýralegu Hálfmánar með hindberjasultu bjóða upp á nostalgíska tilfinningu og …
Ævintýralegu Hálfmánar með hindberjasultu bjóða upp á nostalgíska tilfinningu og einstaka bragðupplifun. mbl.is//Eyþór Árnason

Árni Þorvarðarson, bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi, fagnar ávallt þegar aðventan gengur í garð. Hann nýtur þess að eiga góðar samverustundir með fjölskyldunni og baka jólasmákökur sem rifja upp æskuminningarnar um gömlu, góðu tímana. Hann bakar ófáar tegundir sem minna hann á jólin á bernskuárunum.

Árni Þorvarðarson, bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi, fagnar ávallt þegar aðventan gengur í garð. Hann nýtur þess að eiga góðar samverustundir með fjölskyldunni og baka jólasmákökur sem rifja upp æskuminningarnar um gömlu, góðu tímana. Hann bakar ófáar tegundir sem minna hann á jólin á bernskuárunum.

Að sögn Árna eru hálfmánar með hindberjasultu smákökur sem bjóða upp á örlítið nostalgíska tilfinningu og einstakt bragð. „Þetta eru kökur sem eru bæði stökkar og mjúkar í senn, með dásamlegri fyllingu af hindberjasultu sem minnir á eldri tíma. Þessar kökur eru fullkomnar fyrir fjölskyldusamveru og endurspegla gamlar hefðir sem halda áfram að glæða jólin lífi,“ segir Árni dreyminn á svip.

„Það er einstaklega dýrmætt að eiga þessar kökur til yfir jólin og njóta þeirra með fjölskyldu og vinum. Hálfmánarnir eru ekki bara sælgæti heldur tákn um samveru og kærleika yfir hátíðirnar,“ segir Árni glaður í bragði.

Hálfmánar með hindberjasultu bjóða upp á nostalgíska tilfinningu og einstaka …
Hálfmánar með hindberjasultu bjóða upp á nostalgíska tilfinningu og einstaka bragðupplifun. mbl.is/Eyþór

Hálfmánakökur með hindberjasultu

  • 235 g hveiti
  • 90 g sykur
  • 50 g smjör, við stofuhita
  • 50 g smjörlíki, við stofuhita
  • 70 g súrmjólk
  • 1 g hjartarsalt
  • 10 g kardimommudropar

Að auki

  • Hindberjasulta (til fyllingar)
  • 1 egg, pískað, til penslunar
  • Kókos til skrauts

Aðferð:

  1. Undirbúið deigið kvöldið áður.
  2. Byrjið á að blanda saman þurrefnum og bætið blautefnum við.
  3. Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt, vefjið það í plastfilmu og geymið í kæli yfir nótt.
  4. Hitið ofninn í 200°C, rúllið deiginu út og stingið út hringi.
  5. Setjið lítið magn af hindberjasultu í miðjuna á hverjum hring, brjótið saman til að mynda hálfmána og lokið brúnunum með gaffli.
  6. Penslið hálfmánana með þeyttu eggi, stráið hökkuðum hnetum yfir og bakið í 12-15 mínútur eða þar til þeir verða gylltir á köntunum.
  7. Látið hálfmánana kólna á grind og berið þá fram með heitu súkkulaði eða kaffi.
mbl.is