Jólin eru handan við hornið og vert að njóta þess sem þeim fylgir. Eins og lesendur matarvefsins þekkja er Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor iðin við að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.
Jólin eru handan við hornið og vert að njóta þess sem þeim fylgir. Eins og lesendur matarvefsins þekkja er Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor iðin við að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.
Jólin eru handan við hornið og vert að njóta þess sem þeim fylgir. Eins og lesendur matarvefsins þekkja er Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor iðin við að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.
Það þekkja allir After Eight konfektmolana góðu sem eru ómissandi um jólin. Guðrún heldur mikið upp á þessa mola og gerði þessar gómsætu jólasmákökur sem eiga vel við með jólakaffinu. Þetta eru After Eight jólasmákökur sem eru einfaldar í undirbúningi og eiga eftir að slá í gegn í jólaboðum.
Guðrún lærði bakarann á Íslandi og kláraði síðan konditornámið sitt í Danmörku síðastliðið haust. Guðrún er afar ástríðufull og elskar að skapa fínlega og fallega rétti og kökur. Uppáhaldsjólahefðin hennar er að sjálfsögðu jólabaksturinn.
„Það er hefð heima hjá mér að mamma búi alltaf til After Eight-ís í eftirrétt fyrir aðfangadagskvöld. Þar sem After Eight hefur lengi verið órjúfanlegur hluti af jólunum hjá mér, langaði mig að skapa mínar eigin uppskriftir með súkkulaðinu,“ segir Guðrún með bros á vör.
After Eight jólasmákökur
Smákökudeigið
Ganache miðja
Aðferð: