After Eight-smákökurnar koma með jólabragðið

Uppskriftir | 18. desember 2024

After Eight-smákökurnar koma með jólabragðið

Jólin eru handan við hornið og vert að njóta þess sem þeim fylgir. Eins og lesendur matarvefsins þekkja er Guðrún Erla Guðjónsdóttir bakari og konditor iðin við að þróa uppskriftir að dýrðlegum kræsingum þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yfirbragði jólanna.

After Eight-smákökurnar koma með jólabragðið

Uppskriftir | 18. desember 2024

Girnilegar After Eight jólasmákökurnar hennar Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur bakara og …
Girnilegar After Eight jólasmákökurnar hennar Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur bakara og konditori. mbl.is/Karítas

Jól­in eru hand­an við hornið og vert að njóta þess sem þeim fylg­ir. Eins og les­end­ur mat­ar­vefs­ins þekkja er Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og konditor iðin við að þróa upp­skrift­ir að dýrðleg­um kræs­ing­um þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yf­ir­bragði jól­anna.

Jól­in eru hand­an við hornið og vert að njóta þess sem þeim fylg­ir. Eins og les­end­ur mat­ar­vefs­ins þekkja er Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir bak­ari og konditor iðin við að þróa upp­skrift­ir að dýrðleg­um kræs­ing­um þar sem súkkulaði fær að njóta sín með yf­ir­bragði jól­anna.

Það þekkja all­ir Af­ter Eig­ht kon­fekt­mol­ana góðu sem eru ómiss­andi um jól­in. Guðrún held­ur mikið upp á þessa mola og gerði þess­ar góm­sætu jóla­smá­kök­ur sem eiga vel við með jólakaff­inu. Þetta eru Af­ter Eig­ht jóla­smá­kök­ur sem eru ein­fald­ar í und­ir­bún­ingi og eiga eft­ir að slá í gegn í jóla­boðum.

Guðrún Erla Guðjónsdóttir segir að sín uppáhaldsjólahefð sem jólabaksturinn.
Guðrún Erla Guðjóns­dótt­ir seg­ir að sín upp­á­hald­sjó­la­hefð sem jóla­bakst­ur­inn. mbl.is/​Karítas

Upp­á­hald­sjó­la­hefðin er jóla­bakst­ur

Guðrún lærði bak­ar­ann á Íslandi og kláraði síðan konditor­námið sitt í Dan­mörku síðastliðið haust. Guðrún er afar ástríðufull og elsk­ar að skapa fín­lega og fal­lega rétti og kök­ur. Upp­á­hald­sjó­la­hefðin henn­ar er að sjálf­sögðu jóla­bakst­ur­inn.

„Það er hefð heima hjá mér að mamma búi alltaf til Af­ter Eig­ht-ís í eft­ir­rétt fyr­ir aðfanga­dags­kvöld. Þar sem Af­ter Eig­ht hef­ur lengi verið órjúf­an­leg­ur hluti af jól­un­um hjá mér, langaði mig að skapa mín­ar eig­in upp­skrift­ir með súkkulaðinu,“ seg­ir Guðrún með bros á vör.

Augnakonfekt að njóta, unaður að borða.
Augna­kon­fekt að njóta, unaður að borða. mbl.is/​Karítas

Af­ter Eig­ht jóla­smá­kök­ur

Smá­köku­deigið

  • 1 ½ bolli hveiti
  • ½ bolli kakó
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. lyfti­duft
  • 168 g smjör
  • ¾ púður­syk­ur
  • ¼ bolli syk­ur
  • 2 eggj­ar­auður
  • 1 tsk. vanillu­syk­ur

Ganache miðja

  • 200 g Af­ter Eig­ht
  • 20 g rjómi

Aðferð:

  1. Þeytið smjör og syk­ur sam­an þar til bland­an verður létt og ljós.
  2. Bætið einni eggj­ar­auðu út í einu og hrærið.
  3. Sigtið þur­refn­in sam­an og blandið þeim var­lega við þar til deigið er rétt svo komið sam­an.
  4. Mótið kúl­ur úr deig­inu, leggið á bök­un­ar­plötu og fletjið ör­lítið út til að mynda smá­köku­form.
  5. Pressið ofan í miðjuna á hverri köku til þess að mynda holu fyr­ir ganacheið. Það er gott til dæm­is að nota mæliskeið til þess.
  6. Bakið við 180°C í 8 mín­út­ur og látið kök­urn­ar kólna al­veg.
  7. Til að út­búa ganache-ið er rjóm­inn hitaður við væg­an hita þar til hann byrj­ar að freyða.
  8. Þá er Af­ter Eig­ht-súkkulaðinu bætt út í og hrært vel sam­an þar til bland­an er silkimjúk.
  9. Leyfið ganachinu að kólna al­veg.
  10. Hellið ganache í miðjuna þegar kök­urn­ar hafa kólnað og skreytið að eig­in vali.
  11. Leyfið ganachinu að setja sig áður en þið njótið.
  12. Berið fram og njótið við kerta­ljós og kósí­heit.

 

mbl.is