Daddy Yankee sakar fyrrverandi um stuld

Poppkúltúr | 18. desember 2024

Daddy Yankee sakar fyrrverandi um stuld

Rapparinn frá Púertó Ríkó, Daddy Yankee, sakar eiginkonu sína um að hafa dregið að sér allt að hundrað milljónir dala af reikningum fyrirtækja hans eftir að hann tilkynnti um skilnað þeirra.

Daddy Yankee sakar fyrrverandi um stuld

Poppkúltúr | 18. desember 2024

Rapparinn frá Púertó Ríkó, Daddy Yankee, hefur náð ótrúlegum árangri …
Rapparinn frá Púertó Ríkó, Daddy Yankee, hefur náð ótrúlegum árangri í tónlistarheiminum. Skjáskot/Instagram

Rapp­ar­inn frá Pú­er­tó Ríkó, Daddy Yan­kee, sak­ar eig­in­konu sína um að hafa dregið að sér allt að hundrað millj­ón­ir dala af reikn­ing­um fyr­ir­tækja hans eft­ir að hann til­kynnti um skilnað þeirra.

Rapp­ar­inn frá Pú­er­tó Ríkó, Daddy Yan­kee, sak­ar eig­in­konu sína um að hafa dregið að sér allt að hundrað millj­ón­ir dala af reikn­ing­um fyr­ir­tækja hans eft­ir að hann til­kynnti um skilnað þeirra.

Yan­kee og Mired­dys Gonzá­lez hafa verið sam­an í 29 ár en hann hef­ur til­kynnt op­in­ber­lega að þau séu að skilja. Í kjöl­far til­kynn­ing­ar­inn­ar er hún sögð hafa milli­fært háa upp­hæð af tveim­ur fyr­ir­tækja­reikn­ing­um án vitn­eskju eða leyf­is Yan­kees. Þetta kem­ur fram í dóms­skjöl­um sem lögð voru fram í síðustu viku í San Juan, höfuðborg Pú­er­tó Ríkó.

Gonzá­lez starfaði áður sem fram­kvæmda­stjóri tveggja plötu­fyr­ir­tækja, stofnuð af Yan­kee, og syst­ir henn­ar Ayeicha Conzá­lez Ca­stell­anos var rit­ari og gjald­keri fyr­ir­tækj­anna. Milli­færsl­urn­ar eiga að hafa átt sér stað á fimmtu­dag í síðustu viku, eft­ir að Yan­kee aft­ur­kallaði heim­ild­ir þeirra systra til að fara með fjár­muni fyr­ir­tækj­anna.

159 tón­list­ar­verðlaun og 530 til­nefn­ing­ar

Yan­kee hef­ur beðið dóm­stól­inn um að fram­fylgja taf­ar­lausri brott­vikn­ingu systr­anna og þar með að af­nema heim­ild­ir þeirra til hvers kyns af­skipta í viðskipt­um fyr­ir­tækj­anna.

Þá sak­ar Yan­kee Gonzá­lez einnig um óheiðarleika er varðar viðskipti fyr­ir­tækj­anna, und­ir­rit­un samn­inga og al­gjör­an skort á upp­lýs­inga­gjöf til sín.

Daddy Yan­kee, öðru nafni Ramón Luis Ayala Rodrígu­ez, er tónsmiður, rapp­ari og leik­ari og hef­ur átt fjöld­ann all­an af vin­sæl­um lög­um. Frægðarsól hans reis hvað hæst í kjöl­far þess að hann gaf út lagið Gassol­ina árið 2004.

Hann hef­ur unnið til 159 tón­list­ar­verðlauna og fengið 530 til­nefn­ing­ar. Þar á meðal hef­ur hann fengið níu til­nefn­ing­ar til am­er­ísku tón­list­ar­verðlaun­anna og hreppt þrjú verðlaun og sex­tán til­nefn­ing­ar til Bill­bo­ard-tón­list­ar­verðlaun­anna og af þeim unnið til átta verðlauna.

Page Six

mbl.is