Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, hefur undirritað samning við orkufyrirtækið Rarik um að fyrirtækið taki að sér að leggja háspennulögn úr Kelduhverfi að Dettifossi og Grímsstöðum á Fjöllum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, hefur undirritað samning við orkufyrirtækið Rarik um að fyrirtækið taki að sér að leggja háspennulögn úr Kelduhverfi að Dettifossi og Grímsstöðum á Fjöllum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, hefur undirritað samning við orkufyrirtækið Rarik um að fyrirtækið taki að sér að leggja háspennulögn úr Kelduhverfi að Dettifossi og Grímsstöðum á Fjöllum.
Gert er ráð fyrir að afhending raforku á þessum stöðum geti hafist fyrir lok næsta árs. Þar með verði Grímsstaðir á Fjöllum tengdir við raforkukerfið og með því komið í veg fyrir að framleiða þurfi raforku á staðnum með dísilolíu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu en þar segir jafnframt að um mikilvægt skref sé að ræða fyrir samgöngur og ferðaþjónustu á svæðinu þar sem með lögninni sé verið að opna á þann möguleika á að setja upp hleðslustöðvar við Dettifoss ásamt öðrum svæðum á þjóðvegi 1 en um er að ræða það landsvæði þar sem lengst er á milli hleðslustöðva á þjóðveginum.
„Ríkið greiðir að meðaltali 15 milljónir króna á ári vegna reksturs dísilstöðva á Grímsstöðum á Fjöllum auk niðurgreiðslu á olíuhitun, til að tryggja orkuöryggi á svæðinu. Með samningnum vinnum við bót á þessu, náum um 1.000-2.000 tonna samdrætti í kolefnislosun yfir 10 ára tímabil og komum á orkuskiptum á svæði sem er ein af helstu ferðamannaperlum landsins,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.