Segir Sýrland ekki munu líkjast Afganistan

Sýrland | 18. desember 2024

Segir Sýrland ekki munu líkjast Afganistan

Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi og væntanlegur leiðtogi landsins, Ahmed al-Sharaa, segir landið vera uppgefið á stríði og að það sé ekki ógn við nágrannalönd sín eða Vesturlönd.

Segir Sýrland ekki munu líkjast Afganistan

Sýrland | 18. desember 2024

Leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, Ahmed al-Sharaa, veitti BBC viðtal.
Leiðtogi uppreisnarhópsins HTS, Ahmed al-Sharaa, veitti BBC viðtal. AFP

Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi og væntanlegur leiðtogi landsins, Ahmed al-Sharaa, segir landið vera uppgefið á stríði og að það sé ekki ógn við nágrannalönd sín eða Vesturlönd.

Leiðtogi uppreisnarmanna í Sýrlandi og væntanlegur leiðtogi landsins, Ahmed al-Sharaa, segir landið vera uppgefið á stríði og að það sé ekki ógn við nágrannalönd sín eða Vesturlönd.

Þetta kom fram í viðtali hans við breska ríkisútvarpið.

„Nú eftir allt sem hefur gerst þá verður að aflétta refsiaðgerðum sem beindust að gamla stjórnarfyrirkomulaginu. Fórnarlambið og kúgarinn eiga ekki að sæta sömu meðferð,“ sagði Sharaa.

Segir HTS ekki hryðjuverkasamtök

Sharaa er leiðtogi uppreisnarhópsins Hayat Tahrir al-Sham eða HTS, sem steypti stjórn Bashar al-Assad af stóli fyrir um tveimur vikum.

HTS á sér langa sögu að baki en hópurinn var upphaflega stofnaður undir nafninu Jabhat al-Nusra árið 2011 í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og var nátengdur al-Kaída-samtökunum.

Að sögn breska ríkisútvarpsins tók leiðtogi Íslamska ríkisins, Abu Bakr al-Baghdadi, þátt í stofnun hópsins og er hópurinn skilgreindur sem hryðjuverkasamtök af nokkrum ríkjum og stofnunum þar á meðal Evrópusambandinu, Bandaríkjunum, Bretlandi og Sameinuðu þjóðunum.

Sharaa segir HTS ekki vera hryðjuverkasamtök og kallar eftir því að þau sem skilgreini flokkinn sem slíkan hætti því. Sagði hann hópinn ekki beina spjótum sínum að almennum borgurum eða borgaralegum svæðum heldur hafi hann í raun verið fórnarlamb Assads-stjórnarinnar.

Vildi ekki tjá sig um neyslu áfengis

Aðpurður segir Sharaa að hann muni ekki breyta Sýrlandi í aðra útgáfu af Afganistan, en konur þar í landi hafa átt undir högg að sækja eftir að talíbanar tóku við völdum.

Í gegnum viðtal hans við BBC voru ýmsir þættir sem Sharaa kvaðst ekki geta tjáð sig um. Til dæmis hvort hann sæi fyrir sér að neysla áfengis yrði gerð lögleg í Sýrlandi en hún var ólögleg undir stjórn Assads.  

Sagði Sharaa að komið yrði á sérstakri nefnd sýrlenskra lagasérfræðinga til að semja nýja stjórnarskrá sem myndu taka ákvarðanir um hvort til dæmis neysla áfengis yrði lögleg. Sagði hann alla valdhafa landsins þurfa að fara eftir lögum.

mbl.is