Skjálfti fannst í Borgarfirði

Ljósufjallakerfi | 18. desember 2024

Skjálfti fannst í Borgarfirði

Jarðskjálfti í kringum 3,2 að stærð mældist við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu nú í kvöld. Skjálftinn fannst í Lundarreykjardal í Borgarfirði.

Skjálfti fannst í Borgarfirði

Ljósufjallakerfi | 18. desember 2024

Skjálftinn mældist 3,4 að stærð.
Skjálftinn mældist 3,4 að stærð. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti í kringum 3,2 að stærð mældist við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu nú í kvöld. Skjálftinn fannst í Lundarreykjardal í Borgarfirði.

Jarðskjálfti í kringum 3,2 að stærð mældist við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu nú í kvöld. Skjálftinn fannst í Lundarreykjardal í Borgarfirði.

Þetta segir Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Bjarki segir að jarðskjálftinn bendi ekki til neins og að haldið verði áfram að fylgjast með svæðinu. 

Veðurstofan hefur verið að auka vöktun á svæðinu og setti upp nýjan jarðskjálftamæli á svæðinu í haust. Fyrir vikið hafa fleiri minni skjálftar farið að mælast á svæðinu. Þeir eru þó mun smærri en þessi.

mbl.is