Leikarinn Pálmi Gestsson deildi skemmtilegum myndum sem teknar voru á tökusetti IceGuys-þáttaseríunnar á Facebook-síðu sinni á mánudag.
Leikarinn Pálmi Gestsson deildi skemmtilegum myndum sem teknar voru á tökusetti IceGuys-þáttaseríunnar á Facebook-síðu sinni á mánudag.
Leikarinn Pálmi Gestsson deildi skemmtilegum myndum sem teknar voru á tökusetti IceGuys-þáttaseríunnar á Facebook-síðu sinni á mánudag.
Á myndunum má sjá nokkra af vinsælustu mönnum landsins, en Pálmi fékk félaga sína úr Spaugstofunni, þá Örn Árnason, Randver Þorláksson, Sigurð Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson, til að stilla sér upp ásamt drengjunum í strákasveitinni IceGuys og leikkonunni Söndru Barilli.
Myndirnar vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni og hafa hátt í 400 manns líkað við færslu leikarans og þó nokkrir ritað athugasemdir.
„Iceguys vs Niceguys,“ skrifar Pálmi við færsluna, en liðsmenn Spaugstofunnar fóru með hlutverk í þriðja þætti annarrar þáttaraðar, sem er í sýningu núna í Sjónvarpi Símans.
Ásamt Spaugstofumönnunum hefur fjöldi þekktra Íslendinga farið með aukahlutverk í þáttaröðinni en meðal þeirra eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Selma Björnsdóttir, Bassi Maraj og Sigríður Beinteinsdóttir.