Heildarflatarmálið 9 km²: Landris heldur áfram

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. desember 2024

Heildarflatarmálið níu ferkílómetrar: Landris heldur áfram

Heildarflatarmál nýjustu hraunbreiðunnar á Reykjanesskaga mælist nú vera níu ferkílómetrar og rúmmál um 49 milljón rúmmetrar. Þá er áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi og líkur á kvikuhlaupi fara að aukast eftir nokkrar vikur haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 

Heildarflatarmálið níu ferkílómetrar: Landris heldur áfram

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 19. desember 2024

Landris heldur áfram.
Landris heldur áfram. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarflatarmál nýjustu hraunbreiðunnar á Reykjanesskaga mælist nú vera níu ferkílómetrar og rúmmál um 49 milljón rúmmetrar. Þá er áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi og líkur á kvikuhlaupi fara að aukast eftir nokkrar vikur haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 

Heildarflatarmál nýjustu hraunbreiðunnar á Reykjanesskaga mælist nú vera níu ferkílómetrar og rúmmál um 49 milljón rúmmetrar. Þá er áframhaldandi kvikusöfnun undir Svartsengi og líkur á kvikuhlaupi fara að aukast eftir nokkrar vikur haldi kvikusöfnun áfram á svipuðum hraða. 

Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Veðurstofu Íslands. 

Þar segir að myndmælingarteymi Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands hafi flogið yfir gosstöðvar þann 13. desember.

Mæligögn úr fluginu sýni að hraunbreiðan sem að myndaðist í síðasta eldgosi frá 20. nóvember til 9. desember hafi verið 49,3 milljón rúmmetrar og 9,0 ferkílómetrar að flatarmáli.

Meðalþykktin 5,5 metrar

Þykkasti hluti hraunbreiðunnar mældist við gíginn og varnargarða við Bláa lónið en meðalþykkt hraunbreiðunnar var 5,5 metrar.

„Í samanburði við fyrri eldgos á Sundhnúksgígaröðinni var gosið, sem stóð yfir í átján daga, annað stærsta að rúmmáli frá desember 2023. Stærsta gosið (22. ágúst - 5. september) var 61,2 milljón m³ og 15,8 km² að flatarmáli.“

mbl.is