Ástin blómstrar sem aldrei fyrr en Smartland greindi frá því í sumar að Kári Stefánsson og Eva Bryngeirsdóttir hefðu farið saman á safn í útlöndum.
Ástin blómstrar sem aldrei fyrr en Smartland greindi frá því í sumar að Kári Stefánsson og Eva Bryngeirsdóttir hefðu farið saman á safn í útlöndum.
Ástin blómstrar sem aldrei fyrr en Smartland greindi frá því í sumar að Kári Stefánsson og Eva Bryngeirsdóttir hefðu farið saman á safn í útlöndum.
Nú hafa þau fullkomnað samband sitt með hjónabandi en samkvæmt þjóðskrá eru þau nú hjón. Vísir greinir frá því að hjónin hafi gert kaupmála sín á milli. Ekki kemur fram hvað er í kaupmálanum.
Kári er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn helsti vísindamaður þjóðarinnar. Eva er jógakennari og íþróttaþjálfari en hjónin eiga það sameiginlegt að vera í toppformi. Kári hefur alltaf æft af kappi og gjarnan sést í körfuboltafötum í ræktinni þegar hann lyftir lóðum.
Smartland óskar Kára og Evu til hamingju með hjónabandið!