Paradís á jörðu: Koh Samui og Hua Tin

Heilsuferðir | 19. desember 2024

Paradís á jörðu: Koh Samui og Hua Tin

Taíland býr yfir ógrynni hvítra stranda sem teygja sig yfir 3.000 kílómetra strandlengju. Allt frá afskekktum og óspilltum víkum, með fínum sandi og kristaltærum sjó yfir í strendur sem eru þakktar ferðamönnum.

Paradís á jörðu: Koh Samui og Hua Tin

Heilsuferðir | 19. desember 2024

Myndin til vinstri er frá Koh Samui og sú til …
Myndin til vinstri er frá Koh Samui og sú til hægri er frá Hua Hin. Samsett mynd/Rebecca Cairns/Andreas Johansson

Taí­land býr yfir ógrynni hvítra stranda sem teygja sig yfir 3.000 kíló­metra strand­lengju. Allt frá af­skekkt­um og óspillt­um vík­um, með fín­um sandi og krist­al­tær­um sjó yfir í strend­ur sem eru þakkt­ar ferðamönn­um.

Taí­land býr yfir ógrynni hvítra stranda sem teygja sig yfir 3.000 kíló­metra strand­lengju. Allt frá af­skekkt­um og óspillt­um vík­um, með fín­um sandi og krist­al­tær­um sjó yfir í strend­ur sem eru þakkt­ar ferðamönn­um.

Tveir eft­ir­sótt­ustu strandstaðir Taí­lands eru Koh Samui og Hua Tin. Báðir eru staðsett­ir við Taí­lands­flóa og fer hita­stigið sjaldn­ast niður fyr­ir 24 gráður.  

Hua Hin flott­heit­ar dval­arstaður

Hua Hin var einu sinni ró­legt sjáv­arþorp norður af Malaja­skaga, viður­kennt sem kon­ung­legt at­hvarf í kring­um 1920 en breytt­ist upp frá því í flott­heit­ar dval­arstað, púðursand í aðra átt­ina og þétt­an skóg í hina. 

Hua Hin er í fjög­urra klukku­stunda akst­urs­fjar­lægð frá Bang­kok.

Auðvelt er að ferðast á milli staða í Hua Hin á reiðhjóli og margt undra­vert að sjá eins og hinn marg­verðlaunaða garð Elephant Jungle Sanctu­ary, vín­ekr­urn­ar í Mon­soon-daln­um og Phraya Nak­hon-hell­inn.

Þegar sól­in sest vakn­ar hverfið í kring­um Decha Nuchit Road. Á meðan gengið er í gegn­um markaðinn má anda að sér grill­reyk frá svína­kjöti, krydduðum pyls­um eða krabba­kjöti. Einnig er hægt að fá sér sæti og gæða sér á fersku mangósal­ati, þurrkuðum smokk­fisk­bit­um eða kó­kospönnu­köku.

Velkomin til Hua Hin, gæti staðið á þessu skilti.
Vel­kom­in til Hua Hin, gæti staðið á þessu skilti. allP­hoto Bang­kok/​Unsplash
Villt dýralíf og mikil náttúra er á eyjunni Hua Hin.
Villt dýra­líf og mik­il nátt­úra er á eyj­unni Hua Hin. Lukas Scheu­ter/​Unsplash
Hitastigið á Hua Hin fer ekki undir 24 gráður, alla …
Hita­stigið á Hua Hin fer ekki und­ir 24 gráður, alla jafna. Peerap­hong Wiriya/​Unsplash
Ógrynni af ströndum á eyjunni Hua Hin.
Ógrynni af strönd­um á eyj­unni Hua Hin. Robert Ek­lund/​Unsplash
Það væri ekki leiðinlegt að sitja þarna í góðum hópi …
Það væri ekki leiðin­legt að sitja þarna í góðum hópi fjöl­skyldu og vina. rustam burk­hanov/​Unsplash
Glæsihótel á Hua Hin.
Glæsi­hót­el á Hua Hin. Zion C/​Unsplash


Koh Samui fimm stjörnu áfangastaður

Koh Samui býður upp á af­slappað and­rúms­loft með undra­verðum strönd­um, suðræn­um gróðri og fag­ur­blá­um sjó. 

Fram til árs­ins 1980 var kó­kos­hnetu­út­flutn­ing­ur aðal­at­vinnu­grein­in á Koh Samui. Áður en mal­bikaðir veg­ir komu til sög­unn­ar gat það tekið heil­an dag að ganga um 15 kíló­metra leið í hæðótt­um frum­skógi milli strand­lengja. 

Þessi næst­stærsta eyja Taí­lands hef­ur þró­ast yfir í að vera fimm stjörnu áfangastaður sem býður upp á sól­ar­upp­rás­ar­jóga, hengi­rúm milli pálma­trjáa og sól­set­ur sem er eins og mangó á lit­inn. 

Fjöl­breytt afþrey­ing er í boði fyr­ir þá sem vilja nýta dag­ana í annað en sólbað. Hægt er að skoða sjáv­ar­lífið með því að snorkla í tær­um sjón­um og læra muay-thai bar­dagalist á strönd­inni með inn­fædd­an þjálf­ara. Ýmis dag­skrá er í boði fyr­ir börn­in sem geta fengið að tína græn­meti eða klappa dýr­um.

Þá er hægt að fara með einka­bát til para­dísareyj­unn­ar, Koh Tan, þar sem eru eng­ir veg­ir og af­skekkt­ar strend­ur. 

Koh Samui var upp­haf­lega byggð af sjó­mönn­um. Arf­leifðin lif­ir í sjáv­ar­rétt­armat­ar­gerð eyja­skeggja, eins og gufu­soðnum krabba, tún­fisk sashimi eða grilluðum fisk í engi­fer og sítr­ónugrasi. 

Í Conrad-Spa er að finna heilsu­sam­leg­ar meðferðir með það að mark­miði að hreinsa eit­ur­efni úr lík­am­an­um og auka orkuflæði.

Það er vel hægt að ímynda sér afslappandi frí á …
Það er vel hægt að ímynda sér af­slapp­andi frí á Koh Samui. Ant­onio Ar­aujo/​Unsplash
Ævintýraleg rólegheit.
Ævin­týra­leg ró­leg­heit. Re­becca Cairns/​Unsplash
Andrúmsloftið er afslappað og náttúrufegurðin ólýsanleg.
And­rúms­loftið er af­slappað og nátt­úru­feg­urðin ólýs­an­leg. Viv T/​Unsplash
Það er ýmislegt hægt að skoða á eyjunni Koh Samui.
Það er ým­is­legt hægt að skoða á eyj­unni Koh Samui. AXP Photograp­hy/​Unsplash
„Infinity Pool“ á Koh Samui.
„In­finity Pool“ á Koh Samui. Frugal Flyer/​Unsplash
Koh Samui-eyjan var upphaflega byggð af sjómönnum.
Koh Samui-eyj­an var upp­haf­lega byggð af sjó­mönn­um. Samu­el C./​Unsplash

The Guar­di­an

mbl.is