Stærsti skjálfti frá upphafi mælinga

Ljósufjallakerfi | 19. desember 2024

Stærsti skjálfti frá upphafi mælinga

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 sem mældist við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu á ellefta tímanum í gærkvöldi er líklega stærsti skjálfti frá upphafi mælinga árið 1991.

Stærsti skjálfti frá upphafi mælinga

Ljósufjallakerfi | 19. desember 2024

Skjálftinn mældist 3,2 að stærð.
Skjálftinn mældist 3,2 að stærð. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 sem mæld­ist við Grjótár­vatn í Ljósu­fjalla­kerf­inu á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi er lík­lega stærsti skjálfti frá upp­hafi mæl­inga árið 1991.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 sem mæld­ist við Grjótár­vatn í Ljósu­fjalla­kerf­inu á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi er lík­lega stærsti skjálfti frá upp­hafi mæl­inga árið 1991.

Veður­stofa Íslands grein­ir frá þessu en skjálft­inn fannst í Borg­ar­nesi, Akra­nesi og í Lund­ar­reykja­dal í Borg­ar­f­irði. Nokkr­ir eft­ir­skjálft­ar mæld­ust og var sá stærsti 2,6 að stærð.

Síðast mæld­ist skjálfti yfir 3 að stærð þann 7. októ­ber 2021.

Skjálfta­virkni tók sig upp í kerf­inu það ár og hef­ur aðeins farið vax­andi, eins og mbl.is hef­ur áður greint frá.

mbl.is