„2025 verður mitt ár!“

Tónlist | 20. desember 2024

„2025 verður mitt ár!“

Kanadíska stórstjarnan Abel Tesfaye, betur þekktur undir tónlistarnafninu The Weeknd, segir að 2025 verði hans ár. Á tónleikum sínum á Spotify Billion Club Live í Los Angeles 17. desember deildi söngvarinn spennandi fréttum með aðdáendum sínum og lofaði bæði nýrri plötu, nýrri kvikmynd, tónleikaferðalagi og fleiru.

„2025 verður mitt ár!“

Tónlist | 20. desember 2024

Tónlistamaðurinn The Wekkend stefnir á að taka 2025 með trompi.
Tónlistamaðurinn The Wekkend stefnir á að taka 2025 með trompi. Ljósmynd/Instagram

Kanadíska stór­stjarn­an Abel Tes­faye, bet­ur þekkt­ur und­ir tón­list­ar­nafn­inu The Weeknd, seg­ir að 2025 verði hans ár. Á tón­leik­um sín­um á Spotify Bill­i­on Club Live í Los Ang­eles 17. des­em­ber deildi söngv­ar­inn spenn­andi frétt­um með aðdá­end­um sín­um og lofaði bæði nýrri plötu, nýrri kvik­mynd, tón­leika­ferðalagi og fleiru.

Kanadíska stór­stjarn­an Abel Tes­faye, bet­ur þekkt­ur und­ir tón­list­ar­nafn­inu The Weeknd, seg­ir að 2025 verði hans ár. Á tón­leik­um sín­um á Spotify Bill­i­on Club Live í Los Ang­eles 17. des­em­ber deildi söngv­ar­inn spenn­andi frétt­um með aðdá­end­um sín­um og lofaði bæði nýrri plötu, nýrri kvik­mynd, tón­leika­ferðalagi og fleiru.

„2024 er næst­um búið, en það eru nýir hlut­ir í vænd­um 2025 - þið megið bú­ast við nýrri plötu, nýrri kvik­mynd, tón­leika­ferðalagi, nýju allt,“ sagði The Weeknd við aðdá­end­ur í saln­um, án þess þó að gefa upp ná­kvæm­ar dag­setn­ing­ar fyr­ir kom­andi verk­efni.

Yfir millj­arð spil­ana

Á tón­leik­un­um flutti The Weeknd nokk­ur af sín­um stærstu lög­um, þar á meðal Star­boy, Blind­ing Lig­hts og Ear­ned It, sem öll hafa náð yfir ein­um millj­arði spil­ana á Spotify.

Tón­leik­un­um lauk á kraft­mikl­um flutn­ingi lags­ins São Pau­lo, þar sem hann kvaddi aðdá­end­ur með orðunum: „Við sjá­umst árið 2025, það ár verður stórt.“

Við megum búast við fullt af nýjum hlutum frá tónlistarmanninum.
Við meg­um bú­ast við fullt af nýj­um hlut­um frá tón­list­ar­mann­in­um. Ljós­mynd/​In­sta­gram

2025 byrj­ar á nýrri plötu

Áður en stórtíðind­in voru til­kynnt á Spotify Bill­i­on Club Live hafði The Weeknd þegar kynnt nýju plöt­una sína, Hurry Up Tomorrow, sem kem­ur út 24. janú­ar 2025. Plat­an er sú síðasta í þríleikn­um sem hófst með Af­ter Hours og hélt áfram með Dawn FM.

Í til­kynn­ingu um nýju plöt­una í sept­em­ber lýsti The Weeknd henni sem tíma­móta­verki sem gæfi hon­um tæki­færi til að horf­ast í augu við sjálf­an sig. „Ég lít í speg­il­inn og sé bæði hið gamla og nýja. Ég er fast­ur ein­hvers staðar á milli og get ekki hreyft mig,“ sagði hann í yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlum.

Aðdá­end­ur um all­an heim bíða nú spennt­ir eft­ir að sjá hvernig stór­stjarn­an mun miðla þess­ari per­sónu­legu sögu og hvernig hún mun end­ur­spegla hann á kom­andi ári.

mbl.is