Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir

Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir

Mannskæð árás átti sér stað í þýsku borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í kvöld. Karlmaður ók bifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni.

Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir

Árás á jólamarkað í Magdeburg | 20. desember 2024

Tjöld voru reist á vettvangi til að hlúa að þeim …
Tjöld voru reist á vettvangi til að hlúa að þeim sem slösuðust í árásinni þar til unnt var að flytja þá á slysadeild. AFP/Ronny Hartmann

Mannskæð árás átti sér stað í þýsku borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í kvöld. Karlmaður ók bifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni.

Mannskæð árás átti sér stað í þýsku borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í kvöld. Karlmaður ók bifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni.

Tveir létust í árásinni, þar af eitt barn. Talið er að 68 manns hafi slasast og þar af 15 alvarlega.

Árásarmaðurinn heitir Taleb A. og var hann handtekinn á staðnum. Að sögn þýska miðilsins Spiegel er Taleb geðlæknir frá Sádi-Arabíu, fimmtugur að aldri.

Samkvæmt heimildum Spiegel hefur Taleb verið búsettur í Þýskalandi frá árinu 2006 en AFP-fréttaveitan greinir frá því að hann sé með varanlegt dvalarleyfi í landinu. Er hann sagður búa í borginni Bernburg, sem er um 50 kílómetrum frá Magdeburg. 

Maðurinn hefur verið búsettur í Þýskalandi frá árinu 2006.
Maðurinn hefur verið búsettur í Þýskalandi frá árinu 2006. AFP/Ronny Hartmann

Var einn á ferð

Lögreglan greinir frá því að Taleb hafi ekið um 400 metra á ofsahraða í gegnum markaðinn. Hann er sagður hafa verið á svartri BMW-bifreið sem hann hafi verið með á leigu. Talið er nær öruggt að hann hafi verið einn á ferð. 

Olaf Scholz Þýskalandskanslari mun halda til Magdeburg á morgun en hann birti færslu á X í kvöld þar sem hann sagði atburðinn hræðilegan og að hugur sinn væri hjá fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi. AFP/Ronny Hartmann

Ringulreið á staðnum

Í kjölfar árásarinnar myndaðist mikil ringulreið á staðnum. AFP-fréttaveitan greinir frá því að um 100 viðbragðsaðilar hafi komið á svæðið og blá ljós lýst upp vettvanginn. 

Hlúðu viðbragðsaðilar að þeim særðu á götunni á meðan beðið var eftir flutningi á bráðamóttökur sjúkrahúsa, sem þurftu að búa sig undir að taka á móti fjölda særðra. 

Minnir á árásina 2016

Árásin er sögð minna á árás herskárra Jasída 19. desember árið 2016 þegar maður frá Túnis ók vöruflutningabíl inn í hóp fólks á jólamarkaði í Berlín þar sem tólf létu lífið. 

Nancy Feaser innanríkisráðherra Þýskalands hvatti fólk nýlega til þess að vera á varðbergi á jólamörkuðunum en sagði þó að yfirvöld hefðu ekki fengið neinar sérstakar hótanir.

Innanríkisþjónustan í landinu hefur sömuleiðis nýlega varað við því að jólamarkaðir séu „hugmyndafræðilega heppilegt skotmark fyrir þá sem aðhyllast íslamstrú“.

mbl.is