Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu

Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu

Maðurinn sem var handtekinn eftir að hafa ekið bifreið á hóp fólks á jólamarkaði í borg­inni Mag­deburg í aust­ur­hluta Þýska­lands í kvöld er sagður vera frá Sádi-Arabíu.

Hinn grunaði sagður vera frá Sádi-Arabíu

Árás á jólamarkað í Magdeburg | 20. desember 2024

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP/News5

Maðurinn sem var handtekinn eftir að hafa ekið bifreið á hóp fólks á jólamarkaði í borg­inni Mag­deburg í aust­ur­hluta Þýska­lands í kvöld er sagður vera frá Sádi-Arabíu.

Maðurinn sem var handtekinn eftir að hafa ekið bifreið á hóp fólks á jólamarkaði í borg­inni Mag­deburg í aust­ur­hluta Þýska­lands í kvöld er sagður vera frá Sádi-Arabíu.

Hann kom til Þýskalands árið 2006 og starfar sem læknir.

Þýsku fjölmiðlarnir Spigel og mdr.de greina frá þessu. 

Að minnsta kosti tveir eru látnir og fleiri eru slasaðir. Talið er að um 70 manns hafi slasast. Þar af eru 15 alvarlega slasaðir.

Ökumaðurinn er sagður hafa ekið um 400 metra leið inn í mannfjöldann.

Íslend­ingar í Mag­deburg eru hvattir til að láta vita af sér á sam­fé­lags­miðlum eða hafa sam­band við aðstand­end­ur ef þeir eru ör­ugg­ir.

Viðbragðsaðilar á vettvangi.
Viðbragðsaðilar á vettvangi. AFP/News5
mbl.is