Óvíst hvað veldur virkninni: Þörf á frekari vöktun

Ljósufjallakerfi | 20. desember 2024

Óvíst hvað veldur virkninni: Þörf á frekari vöktun

Ekki er hægt að staðfesta hvað veldur jarðskjálftavirkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu. Helst kemur tvennt til greina, innflekavirkni eða kvikusöfnun á miklu dýpi.

Óvíst hvað veldur virkninni: Þörf á frekari vöktun

Ljósufjallakerfi | 20. desember 2024

Jarðskjálftavirkni hefur reglulega mælst á svæðinu síðan vorið 2021.
Jarðskjálftavirkni hefur reglulega mælst á svæðinu síðan vorið 2021. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er hægt að staðfesta hvað veld­ur jarðskjálfta­virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu. Helst kem­ur tvennt til greina, inn­fleka­virkni eða kviku­söfn­un á miklu dýpi.

Ekki er hægt að staðfesta hvað veld­ur jarðskjálfta­virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu. Helst kem­ur tvennt til greina, inn­fleka­virkni eða kviku­söfn­un á miklu dýpi.

Sumt bend­ir þó til þess að um kviku­söfn­un á miklu dýpi sé að ræða, eins og stutt­ar jarðskjálfta­hviður sem hafa mælst und­an­farið og dýpi virkn­inn­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands.

Morg­un­blaðið og mbl.is hafa fjallað ít­ar­lega um jarðhrær­ing­ar á svæðinu, en þær hafa reglu­lega mælst á svæðinu síðan vorið 2021.

Und­an­farna mánuði hef­ur virkn­in farið vax­andi. Jarðskjálfti af stærð 3,2 mæld­ist nærri Grjótár­vatni að kvöldi 18. des­em­ber.

Frá því að virkn­in hófst á svæðinu vorið 2021 er jarðskjálft­inn sem mæld­ist 18. des­em­ber sá stærsti. Í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar seg­ir að fyr­ir 2021 hafi síðast mælst markverð skjálfta­virkni þarna árið 1992, en þá mæld­ust tveir skjálft­ar um 3 að stærð.

„Þörf er á frek­ari grein­ingu til að meta með vissu hvaða ferli er í gangi við Grjótár­vatn og frek­ari rann­sókn­ir verða gerðar. Nú­ver­andi vökt­un­ar­gögn sýna þó eng­ar vís­bend­ing­ar um að kvika sé á ferðinni grunnt í jarðskorp­unni. Veður­stofa Íslands mun skipu­leggja aukna vökt­un á svæðinu með jarðskjálfta- og GPS-stöðvum til að skilja og vakta bet­ur þróun virkni á svæðinu. Ef til þess kæmi að kvika myndi fær­ast nær yf­ir­borði er lík­leg­ast að aukn­ir fyr­ir­boðar myndu mæl­ast eins og hröð aukn­ing í jarðskjálfta­virkni sem myndi fær­ast grynnra og/​eða af­lög­un á yf­ir­borði,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Auk­in vökt­un á svæðinu

Að und­an­förnu hef­ur Veður­stof­an aukið vökt­un sína á svæðinu. Í lok sept­em­ber var sett­ur upp jarðskjálfta­mæl­ir í Hlít­ar­dal og í byrj­un nóv­em­ber var bætt við GPS-stöð á sama stað.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að eft­ir að jarðskjálfta­mæl­ir hafi verið sett­ur upp nær upp­tök­um jarðskjálft­anna hafi feng­ist betra mat á dýpi þeirra. Flest­ir jarðskjálft­ar á svæðinu hafi verið í kring­um 15 til 20 kíló­metra dýpi.

Frá því að GPS-stöðin hafi verið sett upp hafi ekki mælst af­lög­un, landris eða sig, á yf­ir­borði þar. Grein­ing­ar á gervi­tung­la­gögn­um frá tíma­bil­inu 2019 til sum­ars­ins 2024 sýni held­ur ekki mæl­an­lega af­lög­un á yf­ir­borði.

Gýs á 400 ára fresti

Grjótár­vatn er inn­an eld­stöðvar­kerf­is Ljósu­fjalla á Snæ­fellsnesi. Í til­kynn­ingu Veður­stof­unn­ar er tekið fram að síðasta eld­gosið í Ljósu­fjöll­um hafi verið lítið gos sem átti sér stað á 10. öld og myndaði Rauðhálsa­hraun.

Að meðaltali hafi eld­stöðva­kerfið gosið á 400 ára fresti frá síðustu 10.000 árum.

„Lík­leg­asta sviðsmynd­in, ef kerfið vakn­ar aft­ur, er lítið gos (< 0,1 km3), eða lítið sprengigos, með hraunupp­hleðslu og hraun­rennsli. Ef til goss kæmi má bú­ast við að lítið svæði yrði fyr­ir áhrif­um af helstu hætt­um sem tengj­ast eld­virkni, en þær eru: hraun­rennsli, gasmeng­un og mjög staðbundið gjósku­fall,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Morg­un­blaðið ræddi við Pál Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í ág­úst um jarðhrær­ing­ar í Ljósu­fjalla­kerf­inu.

mbl.is