Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir hug sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem urðu fyrir árásinni á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í kvöld.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir hug sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem urðu fyrir árásinni á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í kvöld.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir hug sinn vera hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra sem urðu fyrir árásinni á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í kvöld.
„Fréttirnar frá Magdeburg sýna það versta. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og aðstandendum þeirra. Við stöndum með þeim og íbúum Magdeburg. Ég vil þakka þeim sem hafa staðið að björgun á þessum erfiðu tímum,“ sagði Scholz í færslu á X.
Maður ók bíl inn í mannfjöldann á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands í kvöld. Tveir eru látnir og tugir slasaðir eftir árásina. Hið minnsta fimmtán eru alvarlega slasaðir.
Lögreglan handtók í kvöld mann sem grunaður er um verknaðinn. Er hann sagður vera frá Sádi-Arabíu.
Robert Habeck, varakanslari Þýskalands, hefur sömuleiðis tjáð sig um málið:
„Hræðilegar fréttir frá Magdeburg, þar sem fólk vildi eyða aðventunni í friði og í góðum félagsskap. Hugur minn er hjá fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.“