Arna Engilbertsdóttir gaf nýverið út matreiðslubókina Fræ sem hefur að geyma fjöldann allan af uppskriftum að réttum sem hún hefur þróað og hefur dálæti af. Hún hefur mikinn áhuga á matargerð og hvernig við getum sjálf haft áhrif á okkar eigin líkamlegu og andlegu heilsu með réttu mataræði. Hún gefur lesendum uppskrift að hátíðarmáltíð sem hún ætlar að töfra fram fyrir sig og sína um jólin.
Arna Engilbertsdóttir gaf nýverið út matreiðslubókina Fræ sem hefur að geyma fjöldann allan af uppskriftum að réttum sem hún hefur þróað og hefur dálæti af. Hún hefur mikinn áhuga á matargerð og hvernig við getum sjálf haft áhrif á okkar eigin líkamlegu og andlegu heilsu með réttu mataræði. Hún gefur lesendum uppskrift að hátíðarmáltíð sem hún ætlar að töfra fram fyrir sig og sína um jólin.
Arna Engilbertsdóttir gaf nýverið út matreiðslubókina Fræ sem hefur að geyma fjöldann allan af uppskriftum að réttum sem hún hefur þróað og hefur dálæti af. Hún hefur mikinn áhuga á matargerð og hvernig við getum sjálf haft áhrif á okkar eigin líkamlegu og andlegu heilsu með réttu mataræði. Hún gefur lesendum uppskrift að hátíðarmáltíð sem hún ætlar að töfra fram fyrir sig og sína um jólin.
Arna er ávallt með marga bolta á lofti og er hæfileikarík á mörgum sviðum. Hún er stílisti, tísku- og matarunnandi og heldur úti matarvefnum Fræ.com. Einnig er hún eigandi netverslunarinnar Rokyo.is.
Arna fór ung í tískunám í listrænni stjórnun í London sem hún nýtir í dag í hin ýmsu verkefni.
„Kjarninn í náminu er að horfa heildrænt á hugmyndir og mér finnst mjög gaman að búa til hugarheim utan um ólík viðfangsefni en öll eiga þau það sameiginlegt að vera lífsstílstengd. Þar að auki rek ég netverslunina Rokyo og sel rúmbotna í japönskum stíl,“ segir Arna.
„Tíska, matargerð og heimilishald eru lík að því leyti að persónulegur stíll og einkenni skín alltaf í gegn þó að formið sé mismunandi en þar ber helst að nefna mínimalíska ásýnd. Áhersla bókarinnar Fræ er ekki síður í takt við þessa stefnu og endurspeglar hún einfaldleika í framsetningu og í vali áhalda og leirtaus. Þannig finnst mér maturinn njóta sín best, sérstaklega þegar hann er litríkur,“ segir Arna með bros á vör.
Aðspurð segir Arna bókina lýsa vel hvernig mataræði hún aðhyllist. „Bókin Fræ er í raun táknræn fyrir ævintýri síðustu ára en ég opnaði matarvefinn fræ.com árið 2021 þar sem ég byrjaði einfaldlega að deila því sem mér fannst gott að borða. Í kjölfarið hóf ég skrif á Gestgjafanum þar sem ég fékk að kynnast prentuðu efni og hafði gaman af. Ég var alltaf með þessa hugmynd um fallega bók í huganum og eftir ár þar var réttur tími til að þróa hugmyndina betur.
Salka var minn fyrsti kostur fyrir útgefanda og Anna Lea og Dögg eigendur útgáfunnar tóku svo vel í tillögu mína að bókinni. Þær gáfu mér frelsi til að gera hana eins og ég sá fyrir mér að ég vildi hafa hana.“
Arna segir að það hafi tekið sinn tíma að skrifa bókina og útfæra alla réttina. „Ferlið hefur meira og minna tekið allt árið – allt frá því að safna saman mínum uppáhaldsuppskriftum, nokkrum klassískum af Fræ og þróun á nýjum uppskriftum. Ég gifti mig í millitíðinni og lagði svo lokahönd á skrifin síðastliðið haust,“ segir Arna og brosir.
Bókarkápan er afar fallega hönnuð, hvít, tímalaus og í anda Örnu. „Þar sem mörkun og ásýnd bókarinnar var nú þegar mótuð þegar við hófum ferlið var ég með skýra sýn á uppsetningu hennar og kápunnar sem Tobba hjá Farva útfærði svo fallega með sinni grafísku snilld. Hún túlkaði allar mínar hugmyndir og bætti margfalt um betur. Ég vildi aðallega ná fram tímalausri kápu sem gæti staðið í eldhúsi eða á sófaborði. Því einfaldara, því áhrifaríkara að mínu mati.“
Hvar færðu innblásturinn í matargerðina og í uppskriftirnar?
„Ég hef ótrúlega mikinn áhuga á matargerð og hvernig við getum til dæmis sjálf haft áhrif á okkar eigin líkamlegu og andlegu heilsu, skoða þarmaflóruna og tenginguna þar á milli svo eitthvað sé nefnt. Mér þykir því skemmtilegast að gera mat sem er bragðmikill og gagnlegur fyrir líkamann á sama tíma. Ég byggi oftast í kringum hvaða bragð eða áferð mig langar í hverju sinni, til dæmis asískar eða miðausturlenskar kryddblöndur, eitthvað heitt og bakað eða stór og fersk salöt. Mér líður best þegar ég borða fjölbreytt úr plönturíkinu og fæ nægar trefjar. Árstíðir, ferðalög, góðir veitingastaðir og netheimar veita líka alltaf innblástur.“
Arna segist ekki hafa alltaf verið með ástríðu fyrir grænkeramatargerð. „En eftir á að hyggja mætti alveg segja að það hafi verið skrifað í skýin. Ótrúlegt en satt þá missti mamma lystina á rauðu kjöti þegar hún gekk með mig og þegar ég fór að mynda mér mínar eigin skoðanir var það ekki endilega í miklu uppáhaldi. Ég varð alvarlega veik í æsku, sem kveikti síðar meir mikla forvitni um mataræði og lífsstíl. Það tók mig nokkur ár að finna hvað mér fannst bæði skemmtilegast að elda og best að borða en ég bjóst ekki við því að líkamleg líðan mín myndi breytast svona mikið til hins betra. Mataræði getur verið mjög valdeflandi tól sem við getum tileinkað okkur því við notum það oft á dag,“ segir Arna alvörugefin og bætir við að það geti skipt sköpum að vera meðvitaður um hve miklu máli skiptir að vita hvað er gott fyrir líkamlega líðan.
„Heildrænt mataræði úr plönturíkinu eða „whole food plant based“ lýsir því mjög vel – þá eru grænmeti, ávextir, baunir, heilkorn, fræ og hnetur í aðalhlutverki og mjög unnin matvæli í miklum minnihluta þó að þau komi líka fyrir. Bókin er því byggð á þeirri stefnu og sýnir fjölbreytta möguleika í matargerðinni, allt frá pottréttum, ofnbökuðu grænmeti og stórum salötum yfir í heimagert tófú, möndlu-ricotta, ómega-fræblöndu og svo lengi mætti telja.
Gervikjöt eða annað slíkt hefur aldrei höfðað sérstaklega til mín og mér þykir til dæmis miklu skemmtilegra að nota sveppi eða „jackfruit“ í rétti sem eru „kjötmeiri“. Þar má helst nefna klassísku ostrusveppasteikina á Fræ, tvær týpur af King-oyster ceviche og mexíkóska jackfruit taco-fyllingu. Bókin endar svo á nokkrum eftirréttum enda ómissandi að geta gripið í þá við sérstök tilefni.“
Er öll fjölskyldan á sama stað þegar kemur að mataræði?
„Ég er svo heppin að maðurinn minn var í sömu hugleiðingum þegar við kynntumst fyrir um níu árum. Seinna þegar við fórum að búa hjálpaði það auðvitað mjög að vera samtaka með svona stór smekksatriði og lífsviðhorf. Hann hefur borðað með bestu lyst síðan, fyrir utan eitt skipti þegar ég notaði óvart kókossmjör í stað kókosrjóma í heila pönnu af sveppapasta. Við gátum auðvitað hvorugt byrjað á fyrsta bitanum þegar ég hafði loksins áttað mig á eigin framgöngu í eldhúsinu,“ segir Arna og hlær þegar hún hugsar til baka.
„Annars eru fjölskyldur okkar beggja vegna mjög opnar, góður grænmetismatur er einfaldlega ein tegund af matargerð og stór partur af matarkúltúr flestra landa, sérstaklega fyrir matarunnendur sem njóta þess að borða alls konar. Vert er líka að nefna það að Fræ er bók fyrir alla matarunnendur sem njóta þess að borða góðan mat, hvort sem það er eingöngu grænmeti, meira grænmeti eða grænmeti sem meðlæti,“ segir Arna að lokum.
Arna gefur lesendum hér uppskrift að ostrusveppasteik, sveppasósu og jólasalati með vínberjum og sætum pekanhnetum.
Ostrusveppasteik
Fyrir 2-4
Marínering
Aðferð:
Sveppasósa
Aðferð:
Jólasalat með vínberjum og sætum pekanhnetum
Fyrir 4-6 sem meðlæti
Aðferð:
Marsípanbitar
10 bitar
Aðferð: