„Tímabil aukinnar eldvirkni“

Ljósufjallakerfi | 20. desember 2024

„Tímabil aukinnar eldvirkni“

„Það er eins og kerfið sé komið í gang,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði í samtali við mbl.is. 

„Tímabil aukinnar eldvirkni“

Ljósufjallakerfi | 20. desember 2024

Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir mikla spennulosun í gangi …
Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir mikla spennulosun í gangi á landinu öllu. mbl.is/Arnþór

„Það er eins og kerfið sé komið í gang,“ seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son pró­fess­or í eld­fjalla­fræði í sam­tali við mbl.is. 

„Það er eins og kerfið sé komið í gang,“ seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son pró­fess­or í eld­fjalla­fræði í sam­tali við mbl.is. 

Hann seg­ir að bú­ast megi við eld­gosi í Ljósu­fjalla­kerfi, en þó ekki í ná­inni framtíð. Hann seg­ir mikla spennu­los­un var í gangi á land­inu. 

„Við erum að fara inn í tíma­bil auk­inn­ar eld­virkni,“ seg­ir Þor­vald­ur

Skjálfta­virkni hef­ur farið vax­andi í Ljósu­fjalla­kerf­inu frá því vorið 2021. Jarðskjálfti af stærð 3,2 mæld­ist nærri Grjótár­vatni að kvöldi 18. des­em­ber.

Í til­kynn­ingu sem Veður­stofa Íslands sendi frá sér í dag kem­ur fram að ekki sé hægt að staðfesta hvað valdi þess­ar jarðskjálfta­virkni. Helst komi tvennt til greina, inn­fleka­virkni eða kviku­söfn­un á miklu dýpi. Sumt bend­i þó til þess að um kviku­söfn­un á miklu dýpi sé að ræða, eins og stutt­ar jarðskjálfta­hviður sem hafa mælst und­an­farið og dýpi virkn­inn­ar.

Kvika á miklu dýpi

Þor­valdi sýn­ist kvika vera að safn­ast fyr­ir á miklu dýpi. Hann seg­ir að bú­ast megi við eld­gosi á svæðinu, en kannski ekki al­veg á næst­unni.

„Þau eru nokk­ur þessi kerfi sem eru kom­in í gang, eins og Hofs­jök­ull sem er far­inn að rumska við sér og Askja er nú búin að vera und­ir­búa sig fyr­ir eld­gos í tölu­vert lang­an tíma,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Hann seg­ir Öskju öfl­uga eld­stöð sem megi þess vegna má bú­ast við að fari að sýna ann­an lit í ná­innni framtíð.

Ekki tengsl á milli kerfa

Spurður hvort virkni í Hofs­jök­uli teng­ist virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu seg­ir Þor­vald­ur að ekki sé um bein tengsl að ræða. Hins veg­ar sé spennu­los­un í gangi á land­inu al­mennt séð.

Spurður hvenær megi gera ráð fyr­ir eld­gosi í Ljósu­fjalla­kerf­inu seg­ir Þor­vald­ur ekki hægt að segja til um það, það geti tekið mánuði, ár eða jafn­vel ára­tugi. Fylgj­ast þurfi með skjálfta­virkni á svæðinu.

mbl.is