„Það er eins og kerfið sé komið í gang,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði í samtali við mbl.is.
„Það er eins og kerfið sé komið í gang,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði í samtali við mbl.is.
„Það er eins og kerfið sé komið í gang,“ segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði í samtali við mbl.is.
Hann segir að búast megi við eldgosi í Ljósufjallakerfi, en þó ekki í náinni framtíð. Hann segir mikla spennulosun var í gangi á landinu.
„Við erum að fara inn í tímabil aukinnar eldvirkni,“ segir Þorvaldur
Skjálftavirkni hefur farið vaxandi í Ljósufjallakerfinu frá því vorið 2021. Jarðskjálfti af stærð 3,2 mældist nærri Grjótárvatni að kvöldi 18. desember.
Í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér í dag kemur fram að ekki sé hægt að staðfesta hvað valdi þessar jarðskjálftavirkni. Helst komi tvennt til greina, innflekavirkni eða kvikusöfnun á miklu dýpi. Sumt bendi þó til þess að um kvikusöfnun á miklu dýpi sé að ræða, eins og stuttar jarðskjálftahviður sem hafa mælst undanfarið og dýpi virkninnar.
Þorvaldi sýnist kvika vera að safnast fyrir á miklu dýpi. Hann segir að búast megi við eldgosi á svæðinu, en kannski ekki alveg á næstunni.
„Þau eru nokkur þessi kerfi sem eru komin í gang, eins og Hofsjökull sem er farinn að rumska við sér og Askja er nú búin að vera undirbúa sig fyrir eldgos í töluvert langan tíma,“ segir Þorvaldur.
Hann segir Öskju öfluga eldstöð sem megi þess vegna má búast við að fari að sýna annan lit í náinnni framtíð.
Spurður hvort virkni í Hofsjökuli tengist virkni í Ljósufjallakerfinu segir Þorvaldur að ekki sé um bein tengsl að ræða. Hins vegar sé spennulosun í gangi á landinu almennt séð.
Spurður hvenær megi gera ráð fyrir eldgosi í Ljósufjallakerfinu segir Þorvaldur ekki hægt að segja til um það, það geti tekið mánuði, ár eða jafnvel áratugi. Fylgjast þurfi með skjálftavirkni á svæðinu.